Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 16
NÝJAR KVÖLDVÖKUR ekki ólagtækur maður, og með hamri og naglbít, sög og skaröxi klambraði hann upp þiljum og súðum úr kassarusli og tunnustöfum betur en margur annar mundi gert hafa. Efnið fékk hann hjá faktornum fyrir ýmisleg smávik, sem hann vann fyrir hann sjálfan eða verzl- unina. Þorleifur var dagfarsgóður maður, fremur táplítill, dálítið smámæltur. Hon- um þótti ósköp gott í staupinu og þá það með þökkum, þegar honum var boðið það. Sjaldan hafði hann tækifæri til að gleðja sig á þann hátt, því að ekki hafði hann efni til að kaupa áfengi sjálfur; öll aura- ráðin voru konunnar megin, ef nokkur voru. En þá sjaldan Þorleifur náði í dropa, þá varð hann ofsakátur, hló og lék við hvern sinn fingur og sagði allt af: »Það er afmælið mitt í dag, lagsik En af því að þetta vildi til nokkrum sinnum á ári, urðu ýmsir til að spyrja, hvaða mánaðardag hann væri fæddur. »Það er alveg sama, lagsi«, svaraði hann þá, »en mamma sagði að eg væri fæddur á Blasí- us-messu«, — og þá varð hann svo smá- mæltur, að allir fóru að hlæja. Guðrún var fyrir Þorleifi í flestu og það var hún, sem ráðin hafði heima fyrir. Fámál var hún við ókunnuga, en svaraði vanalega fullum hálsi, ef að henni var kastað. Ekki var hún verulega blíð við mann sinn í sambúðinni, en vel hirti hún hann og svaraði fyrir hann, svo að um munaði, ef hún heyrði honum hallmælt; og það var ekki sjaldan, að hann varð einmitt fyrir keskni og skopi af annara hendi og þoldi það illa. Ef Þorleifur þurfti eitthvað til annara að sækja, var hann vanur að skila frá Guðrúnu sinni; komst því það orð á, að hann hefði konu- ríki og var meira gert úr en satt var. Ekki þekktu þau hjón nokkurn mann, þegar þau settust að í Voginum; menn vissu aðeins, að þau voru einhverstaðar að austan, en engar sögur fóru af þvír. hvers vegna þau hefðu horfið úr átthög- unum. Guðmundur sonur þeirra ólst upp eins og hvert annað kotungsbarn. Hann sat á. knjám föður síns, hékk í pilsum móður sinnar, öslaði í fjörunni og ruslaði í þangi og þara. Hann trítlaði um, berhöfðaður,. með vota fætur og götótta skó, safnaði skeljum, leggjum og hornum og bjó um þessi leikföng sín sunnan undir stafnin- um. Guðmundur var annars hæglætis- barn, sem enga óvini átti, nema hanann. faktorsins og tíkina í Neðra-Vogi, ert báðar þessar skepnur voru grimmar og um leið þau verstu óargadýr í heiminum, sem Guðmundur gat gert sér hugmynd' um. — Jón, sonur Daða beykis, var að- vísu stríðinn og hafði það til að hrekkja Guðmund smánaiiega, en þess á milli vai~ hann líka dæmalaust góður og gaf honum jafnvel sykur og brauð til sátta, svo að Guðmundur gat aldrei hatað Jón nema- rétt í bráðina. Guðmundur fór nokkuð oft upp afr Efra-Vogi, bæði með föður sínum, þegar hann fór að gera fjósverkin og æfinlega, þegar móðir hans átti erindi þangað, og bar það við endur og eins. Lítið hafði hann sig í frammi þar upp frá, eftir það er hann fór að vitkast, en lét sér nægja að halda í pils móður sinnar og horfa að- dáunaraugum á allt, sem honum bar þar fyrir sjónir. En mest af öllu dáðist hann að Maríu, dóttur sýslumannsins; hún var æfinlega í tandurhreinum kjól, hvítum,. bláum eða rauðum; svo var hún í stíg- vélum og það var merkilegast af öllu, því að ekkert barn þar um slóðir átti svo fá- gæta gripi. Aldrei datt Maríu í hug að stríða honum og hún átti þau ógrynni af sykri, kökum og gullum, að hún gat allt. af gefið honum eitthvað af gnægð sinni í hvert eitt einasta skifti, sem hann kom til hennar, og þó sá ekki högg á vatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.