Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 17
STAKSTEINAR Þegar Guðmundur var fimm ára, en María sex, stakk barnaveiki sér niður á ýmsum stöðum í sýslunni. María veiktist hastarlega um nýársleytið, og þótt allra ráða væri neytt, dó hún eftir fimm daga legu. Sá atburður var það reiðarslag fyrir frú Valgerði, að hún gat aldrei borið sitt bar upp frá því; ár og áratugi var hún ýmist í rúminu eða við rúmið. Tvívegis sigldi hún til lækninga, en hún gat ekki náð sér aftur nema rétt í bráðina. Lík- amskraftarnir höfðu aldrei miklir verið, svo að af litlu var að taka, en sálarkraft- arnir seigluðust miklu betur, og þegar heilsubresturinn takmarkaði það verk- svið, sem hún gat gefið sig við, þá fór hún að fást við ýmislegt annað, sem hún gat unnið að milli bekkjar og sængur. Á veturna tók hún ungar stúlkur til kennslu, eina eða tvær í einu, og kenndi þeim til munns og handa í nokkra mánuði. Hún var vön því að hafa það svo, að hún bauð kennsluna þeim, sem hún vissi að höfðu hæfileika og vilja til að nema, og þótti það því hinn mesti frami fyrir ungar stúlkur að hafa verið hjá frúnni; en eng- inn þorði að fara þess á leit að fyrra bragði að verða þess aðnjótandi. Eftir því sem lengra leið, færði frúin út kvíarnar. Það var eins og þessi veikbyggða kona vissi allt, sem gerðist í kringum hana og enginn hlutur væri henni óviðkomandi; og hún hafði lag á því að beita áhrifum sínum á þann hátt, að það var hennar vilji, sem að lokum réði úrslitum. Það fór að verða algengt, að menn og konur fengu svona skilaboð: »Sýslumannsfrúin vill finna þig.« Þá vissi sá hinn sami, að hann átti að gera eða ekki gera eitthvað, sem varðaði nokkru; samt þorði enginn að virða slík boð að vettugi, því að þótt sum- um fynndist stundum nokkuð nærri sér gengið, þá voru vitsmunir og mannkostir frúarinnar svo viðurkenndir, að enginn efaðist um að hún vildi það eitt, sem hollast væri. Sýslumaður tók sér dótturmissinn og heilsuleysi frúarinnar mjög nærri. Hann varð þunglyndur lengi, en hann var still- ingarmaður, sem ekki lét bugast. Em- bættisannirnar voru ekki svo miklar, að hann gæti gleymt andstreyminu þeirra vegna, en þá sökkti hann sér því meira niður í búskapinn. Hann var vakinn og sofinn að stjórna heimaverkum, reikna og áforma, og með árunum gildnaði hann að því skapi sem frúin grenntist. Þegar Guðrún í Nausti frétti, að barna- veikin væri á næstu grösum, varð hún alvarlega hrædd um Guðmund. Hún hafði heyrt, að veiki þessi stafaði eingöngu af kulda og hráslaga, og því væri um að gera að halda börnunum heitum og þurr- um. Hún tók því Guðmund umsvifalaust, háttaði hann ofan í rúm og lét hann dúsa þar alfrískan fram undir páska. Guð- mundi þótti sú æfi ærið leið, en sætti sig þó furðanlega við rúmvistina, sérstaklega af því að honum var talin trú um að barnaveikin mundi fljúga ofan í hann og kæfa hann, ef hann stingi nefinu fram í dyragættina. Honum þótti mjög fyrir, þegar hann heyrði talað um lát Maríu, að hún yrði látin í kistu og grafin ofan í jörðina; það fannst honum ófyrirgefan- leg meðferð á svo góðri og fallegri stúlku. Móðir hans sagði honum þá, að María væri í himnaríki hjá guði og hefði engla- vængi; það fannst Guðmundi aftur á móti ágætur staður og hæfilegur búnaður slíkri stúlku. Oft braut hann samt heil- ann um þetta í rúmi sínu og átti erfitt með að gera sér grein fyrir afdrifum vin- stúlku sinnar; hann gat aldrei samrýmt að nokkru ráði kistu og gröf, himnaríki og englavængi. Einn sunnudag, veturinn eftir, átti Guðrún erindi upp að Efra-Vogi; hún 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.