Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Síða 18
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hafði spunnið band í gólfábreiðu fyrir frúna. Guðmundur fór með henni eins og vant vai'. Frúin sat í hægindastól í svefn- herbergi sínu, þegar mæðginin komu inn til hennar. Guðmundur horfði á hvern hlut, sem inni var, en kom svo allt í einu auga á ljósmynd í gylltri umgerð, sem stóð á borðinu; hann starði lengi og gaumgæfi- lega á myndina, svo að frúin tók eftir því. »Þekkirðu, af hverjum þessi mynd er?« spurði hún. »Það er María«. »Já, það er María«. Hann horfði lengi, eins og áður, svo leit hann spurnaraugum á frúna og spurði: »En hvar eru vængirnir?« Frúnni varð svarafátt; henni vöknaði um augun og hún strauk Guðmundi mjúk- lega um hrokkinn kollinn. »Við sjáurn ekki vængina«, sagði hún að lokum; »við geturn ekki séð nerna föt- in«. En hafi frúin verið Guðmundi góð áð- ur, þá var hún honum enn betri eftir þetta. í hvei*t sinn, sem hún sá hann, flaug henni í hug dóttirin dána, sem í huga drengsins var búin vængjum. III. Brestir. í fari Þorleifs í Nausti var alvarlegur brestur, sem stundum hafði kornið honum á kaldan klaka; honum hætti við að hnupla. Sjálfur tók hann sér brest þenna nærri og Guðrún kona hans því rneir; var það hald sumra, að af þeim ástæðum hefðu þau eftir giftinguna flutt svo langt burt úr átthögunum, til þess að komast þangað, sem enginn hefði kynni af fyrri hrösunum Þorleifs. Það var langt frá því að mikið bæri á þessu, eftir það er hann kom í Voginn, en samt svo, að talað var um það manna á milli; má vera, að orð- rómur sá hafi borist þangað ofan úr Ása- sveit. Kolbeinn hét maður og bjó á Kambi, næstu jörð utan við Efra-Vog; hann var kappsmaður og átti það til að vera ófyr- irleitinn, ekki sízt, ef hann átti við sér rneiri menn. Hann var sá eini maður þar um slóðir, sem stöku sinnum mælti kulda- eða kesknis-orð í garð Sigurðar sýslu- manns. Héldu menn að það stafaði af því, að þegar sýslumaður keypti Efra-Vog og gekk ríkt eftir að landamerki öll væru löglega ákveðin, hafi Kolbeini funndistað nærri sér væri gengið. Lét hann þó kyrt liggja og fann ekki að upphátt. En fám árum síðar varð þras nokkurt út af tveim óskilalömbum, sem Kolbeinn vildi draga systur sinni. Kom málið til sýslumanns kasta og var úrskurður hans á móti Kol- beini. Raunar upplýstist síðar að fullu, að sýslumaður hafði haft rétt fyrir sér, en samt þótti Kolbeini fyrir að hafa orðið að láta í minni pokann og hugsaði sýslu- rnanni þegjandi þörfina, ef tækifæri gæf- ist. Á milli bæjanna, Efra-Vogs og Kambs, voru mýrar og móar á allstóru svæði; skifti þar landi skurður, sem lá þvert yfir mýrina. Þar var móskurðarland gott báðumegin skurðarins og tóku Vogbúar þar mó, en þurkland var aðallega á mel- fláka í landi Efra-Vogs; var mórinn þurkaður þar, borinn saman í hrauka og hlaða á haustin og fluttur heim á sleðum að vetrinum. — Kolbeinn á Kambi þurk- aði sinn mó á sama stað og átti þar væn- an hlaða. Einn morgun á þorra kom Kolbeinn að Efra-Vogi til sýslumanns og var mikið niðri fyrir. »Hef eg«, sagði hann, »alvarlegt mál að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.