Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 19
STAKSTEINAR 11 kæra og vænti þess af yður, að þér gangið röggsamlega fram í því. Svo er mál með vexti, að eg á móhlaða á Smiðjumelnum og er að láta aka honum heim, eftir því sem færið Ieyfir. Seinustu tvo veturna hef eg haft grun um að farið væri í hlaðann og tekinn þaðan slatti og slatti í einu, en nú í vetur hefir borið enn meira á þessu, svo að eg hef haft nákvæmar gætur á hlaðanum upp á síðkastið. í gærkvöld vissi eg að einhverjir héðan úr Voginum voru að sækja mó á sleða, og af því að það setti föl í gærdag, datt mér í hug snemma í morgun að gæta að, hvort nokkur för lægju að mínum hlaða. Eg sá par för eftir einn mann og lítinn sleða og auðséð var, að nýlega hafði verið rótað við hlaðanum. Svo rakti eg þessi sleðaför hér inn í Vog og alla leið ofan að Nausti. Þá gat enginn vafi leikið á hver farið hefði í hlaðann. Eg reif Þorleif glóðvolg- an upp úr rúminu, bar upp á hann þjófn- aðinn, og það var svo sem ekki til neins fyrir hann að vera að þræta, enda kann- aðist hann við að hafa stolið mó af mér við og við í þrjú ár. Nú vil eg biðja yður að rannsaka þetta til hlítar og eg geri mig ekki ánægðan með neitt kák; það verður að ganga sinn rétta gang, því að eg læt ekki stela af mér að ósekju«. Sýslumanni féll allur ketill í eld, því að honum var vel til Þorleifs og tók sárt til hans. »Það ætti að vera vandalaust að jafna betta«, sagði hann, »svo að þér sleppið skaðlaus«. »Mig langar ekki í neinn jafning«, svaraði Kolbeinn stutt; »eg heimta að þetta mál gangi sína réttu leið eftir lög- unum og sé dæmt í því eins og hverju öðru þjófnaðarmálk. Sýslumaður hugsaði til fjóssins og allra þeirra vika, sem Þorleifur vann fyr- i* hann. »Mér finnst«, sagði hann hægt, »að réttast væri, að Þorleifur bætti yður skaðann eftir samkomulagi, og eg skyldi sjá um að það yrði gert ríflega. Annars væri það nokkuð óvægilega gert að senda fátækan og aldraðan mann í fan°avist, og þar að auki þá alveg óvíst, hvort þér fengjuð fullar bætur, því að það er ekki af miklu að taka hjá þeim hjónum«. »Það er ekki að spyrja að miskunn- seminni yðar«, svaraði Kolbeinn og dró seiminn með vilja; »en eg er nú ekki eins meinlaus og þér«, bætti hann við í á- kveðnari róm; »þegar mér er gert rangt til, þá vil eg bæði ná rétti mínum og að full refsing komi fyrir það ranglæti, sem mér hefur verið sýnt. Og ef þér beitið mig því ranglæti, að neita mér um fullar bæt- ur í orði og á borði, þá veit eg, hvert eg á að snúa mér. Mér er ekkert um það gef- ið, að þjófar séu að snuðra í mínum reit- um, og til þess eru lögin, að farið sé eftir þeim, — eða er ekki svo?« Sýslumaður reyndi á allan hátt að fá Kolbein til að jafna málið í kyrþey, en hvort sem heldur var, að Kolbeini væri bláköld alvara eða ekki, þá fann hann að þarna hafði hann ágætan höggstað á sýslumanni, lét því engan bilbug á sér finna og gerðist jafnvel því djarfmæltari sem viðræðan varð lengri. Gaf hann ótví- rætt í skyn, að hann mundi skrifa lands- höfðingja og kæra sýslumann, ef kæru hans á Þorleif yrði ekki sinnt. Loksins lét Kolbeinn tilleiðast að láta sýslumann einan um málið til næsta morguns, lofaði að minnast ekki á þetta við aðra þangað til, en koma þá aftur sjálfur á skrifstof- una. Að svo mæltu kvaddi hann og fór. Sýslumaður var bæði hryggur og reið- ur. Einn af þörfustu þjónum hans hafði gert sig sekan í svo ljótu athæfi, að hon- um var ef til vill ekki við bjargandi, jafn- vel líkur til að yrði að gefa hann alveg upp á bátinn. Það var slæmt fyrir hann L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.