Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 20
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sjálfan og aumingja konuna hans og barnið, og það var alveg afleitt fyrir kýrnar að missa hann. En það var svo sem auðséð, að það var eitthvað fleira en mókögglarnir einir, sem Kolbeinn bar fyrir brjósti; hann ætlaði auðsjáanlega að sýna það, að hann gæti kúgað sýslumann- inn sjálfan, ef hann langaði til, og það var gremjulegt að láta ekki meiri mann knésetja sig. Eitthvað varð að gera, og það í snatri. Hann gerði boð eftir Þorleifi og spurði hann ýtarlega um þessa yfir- sjón hans. Það stóð svo sem ekki á Þor- leifi að meðkenna brotið; grátandi og sár- iðrandi. sagði hann frá öllu út 1 yztu æsar og bað sér vægðar með innilegum orðum. Sýslumaður var of hnugginn sjálfur til þess að geta sett nokkuð verulega ofan í við Þorleif, lét hann því frá sér fara, en fór sjálfur inn til frúarinnar til þess að segja henni frá þessum dauðans vandi'æð- um. Ivolbeinn var mjög hnakkakertur, þeg- ar hann fór frá sýslumanni og raulaði fyrir munni sér af ánægju á leiðinni ofan í þorpið. Þar rakst hann á ýmsa kunn- ingja sína, fékk hjá þeim staup og staup af brennivíni og var orðinn dálítið hreif- ur, þegar leið að hádegi. Hann átti bágt með að þegja yfir afreksverkum sínum þenna morgun, og hefði vafalaust glopr- að þeim út úr sér, ef ekki hefði verið tek- ið í taumana annarstaðar frá. Rétt eftir hádegið hafði honum orðið reikað inn í faktorsbúðina; hitti hann þar nokkra ná- unga og fór að spjalla við þá um hitt og þetta. Hafði hann allstór orð um sjálfan sig og sagði meðal annars, að ekki léti hann nokkurn mann mokka sig, jafnvel þótt embættismaður væri. Búðarþjónar höfðu gaman að gorti Kolbeins og ýttu heldur undir hann, svo að hann var far- inn að segja, að hann gæti stungið sjálf- um sýslumanninum í vasa sinn, ef hann kærði sig um; það skyldi hann sýna þeim bráðlega. Um leið og hann sleppti þessum síðustu orðurn, kom unglingspiltur inn í búðina, sneri sér að Kolbeini og sagði: »Sýslumannsfrúin bað mig fyrir þau boð til þín, að hún vildi finna þig«. Það var eins og Kolbeini væri gefið ut- an undir og allir í búðinni fóru að hlæja. »Hvað ætli hún vilji mér? Hún má eiga sig sjálf, sú góða frú, — eg á mig sjálf- ur«. »Heldurðu ekki, að þú gætir þá stung- ið henni í hinn vásann?« sagði einn búð- armanna; »þá hallaðist ekki á«. »Eg gæti það vel, ef eg vildi, og eg skal sýna ykkur það, að hvorki hún né aðrir snúa mér eins og snarkringlu. Eg fer ekki fet!« »Það er eins og þú vitir einhverja skönun upp á þig, Kolbeinn, úr því að þú vilt ekki tala við hana«, sagði Runólfur gamli á Sandi, sem var þar staddur. »Já, ætli ekki það«, sögðu ýmsir og hlógu. Þá snerist í Kolbeini. »Eg skal sýna ykkur það að eg þori bæði að fara og vera«. »Þá verðurðu að sýna það með því að fara«, svaraði Runólfur. »Það skal ekki standa á mér«, sagði Kolbeinn; »verið þið sælir, piltar«. Allir stukku út á tröppur til þess að sjá, hvert Kolbeinn legði leið sína. Þeir sáu til hans upp með öllum búðarlæk, yf- ir túnið í Efra-Vogi og heim á hlað. Um nónbil hélt Kolbeinn af stað heim til sín. Það var alveg runnið af honum, þegar hann kom út frá frúnni og hann var miklu stillilegri á svipinn en hann var vanur. —- Ekki þurfti hann að hitta sýslumann morguninn eftir, því að málið var þegar útkljáð fyrir æðra dómstóli. Viku síðar fór Guðríður, dóttir Kol- beins, heim til sýslumanns og var þar við hannyrðir fram á vor. En um vorið vann Þorleifur tvo daga í mógröf hjá Kolbeini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.