Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 21
STAKSTEINAR 13 í sláturtíðinni á haustin var æfinlega :inikið um atvinnu við verzlunina og þá var öll fjölskyldan frá Nausti önnum kafin þar. Þorleifur vann þar ýmis smá- vik, Guðrún þvoði innan úr og Guðmund- ur fór að gæta kinda og hesta, þegar hann hafði aldur og þrek til. Sláturtíðin var Þorleifi aðalhátíð ársins; þá gafst margt brennivínstárið frá bændum og verzluninni, svo að hann gat haldið »af- mæli« marga daga í röð. Þá fékk hann sig •allt af lausan frá fjósverkunum um tíma, til þess að hafa upp sem mest kaup. Haustið, sem Guðmundur varð tólf ára, var óvenju-mörgu fé slátrað hjá faktorn- •Jim. Eitt laugardagskvöld, í endi slátur- tíðar, var mjög mikil ös við verzlunina og varð að hafa opna búð fram eftir kvöldi til þess að geta afgreitt sveitamenn. Veð- "wr var stillt og hlýtt, þéttskýjað og dimmt til jarðar. Guðrún fór heim, þegar hún hafði lokið sínum verkum, en Þorleifur varð eftir; var hann sætkenndur, lék á •als oddi, vildi helzt kyssa hvern, sem hann hitti og hendu því margir gaman að hcnum. Guðmundur var orðinn hálf-upp- 'gefinn af eltingaleik við kindur og hesta; kom hann í myrkri inn í sölubúðina og -settist á tunnu fram við dyr; ætlaði hann -að bíða þar, þangað til faðir hans færi heim. Margt manna var í búðinni og voru búðarþjónar önnum kafnir við afgreiðsl- una. Sá Guðmundur þar margan eiguleg- "an hlut og margan sælgætisbitann hverfa ofan í töskur og poka. Meðal annara var Þar staddur efnabóndi ofan úr Ásasveit, Hallgrímur að nafni, og hafði tekið •drjúgum út til bús síns allskonar þunga- vöru, sem hann lét pilta sína binda í klyfjar. En að lokum tók hann ýmislegt ;til bragðbætis konu og börnum, svo sem rúsínur, gráfíkjur og hagldabrauð; nokk- Ur barnaleikföng lét hann fljóta með. ^Uu þessu dóti tróð hann niður í tösku sína og hafði orð á því að sér veitti ekki af að fara snemma af stað næsta morgun, ef hann ætti að komast með þetta heim, áður en börnin yrðu sofnuð. Guðmundur sá og heyrði það, sem fram fór og var að hugsa um, hvað börnin í Dal ættu von á góðu og að gaman væri að eiga svona efnaðan mann að föður; hann kærði sig ekkert um að eiga betri föður en hann átti, því að góður var hann honum æfin- lega, en gjarnan hefði hann mátt vera efnaðri. Já, gott áttu börnin í Dal, að eiga von á öðru eins góðgæti og því, sem í töskunni var. Hann var að velta þessu fyrir sér nokkra stund, en fór svo að svipast að föður sínum; hann sá hann hvergi og hélt þá að hann hlyti að vera genginn heim. Guðmundur hélt af stað heim á leið. Þegar hann fór um hlaðið í Neðra-Vogi, sá hann að Hallgrímur í Dal var að láta hesta sína inn í kofa yzt á hlaðinu, en töskuna sína og hnakkinn hafði hann lagt frá sér til bráðabirgða á hefilbekk, sem stóð í stórri tréspónahrúgu við suð- urstafn baðstofunnar. Guðmundur nam staðar; hitabylgja hljóp um hann allan, þegar hann sá töskuna og svo fór hann að titra. Freistandi rödd hvíslaði ofurlágt í eyra honum: »Taktu hana! Taktu hana! Fljótur og feldu hana!« Hallgrímur var kominn inn í kofann til hestanna og ekki sást né heyrðist til nokkurra mannaferða í dimmunni. Guð- mundur svitnaði og saup hveljur. »Flýttu þér, flýttu þér!« hvíslaði rödd- in; »aldrei býðst þér annað eins færi, — þú yrðir byrgur að öllu hnossgæti í lang- an tíma, — flýttu þér nú!« Guðmundur stóð á öndinni, tók undir sig stökk, greip töskuna og þaut út í myrkrið eins og kólfi væri skotið; hann linnti ekki á hlaupunum fyr en hann kom að ofurlitlum torfbunka vestan við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.