Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 23
STAKSTEINAR 15 fram fór. Við orð og örvæntingu föður iians logaði samvizka hans upp, svo að hann. ætlaði ekki að geta afborið þær sál- -arkvalir. Hann dauðlangaði til að fleygja sér um háls föður síns og kannast við yf- irsjón sína, til þess að létta grun af hon- Tum, en hann þorði það þó ekki, þegar á átti að herða, heldur fór að gráta. Þor- leifur tók eftir því. »Það er von þú grátir, elsku drengur- Inn minn, þegar þeir kalla hann pabba þinn þjóf. Það eru vondir menn, sem segja, að hann pabbi þinn hafi verið að snuðra upp frá í allan dag og stolið tösku, þegar orðið var dimmt; en það er ekki satt, — eg hef engu stolið. Já, það er von að þú, saklaust barnið, grátir, þegar þú heyrir svona ljótt um aumingja pabba, sem er saklaus, — guð er mitt vitni, elsku drengurinn minn«. Svo faðmaði hann drenginn að sér og kyssti hann margsinnis. Nýrri hugsun skaut upp í huga drengs- ins, með þeim ákafa, að hann þaut upp úr rúminu. »Hvar eru skórnir mínir, mamma?« »Þeir eru undir rúminu. Hvert ætlarðu barn?« »Eg gleymdi vetlingunum mínum suður ;á réttarvegg, — þeir geta fokið«. Hann batt á sig skóna í snatri og hljóp út berhöfðaður, upp hjá torfbunkanum og greip töskuna. Svo læddist hann með hana upp með búðarlæknum og heim nndir hlaðvarpa í Neðra-Vogi. Þar staldr- aði hann við og hlustaði; ekkert hljóð heyrðist nema hestahnegg norðan af mýr- ~nm. Hann tók undir sig stökk upp á hlað- ið, þreifaði sig áfram í myrkrinu, þang- að til hann fann hefilbekkinn og fleygðí töskunni í tréspónahrúguna á bak við hann. Svo hljóp hann heim aftur eins og -allir vítis árar væru á hælunum á honum. Hann var lafmóður, þegar hann kom inn. -Há hafði Guðrúnu tekist að sefa Þorleif, svo að hann var hættur að gráta og var byrjaður að borða úr skálinni sinni. »Fannstu vetlingana ?« »Nei, eg sneri við hjá læknum, — eg var svo myrkfælinn«. »Jæja, auminginn; farðu þá að borða«. En Guðmundur gat ekkert borðað; hann þráði það eitt að komast í rúmið og hylja smán sína og sekt undir sænginni. Þau háttuðu þegjandi og slökktu á týr- unni. Guðmundur breiddi upp yfir höfuð og svalaði bruna samvizku sinnar í þögl- um gráti. Hann heyrði undir sænginni, að faðir hans var öðru hvoru að kveina og stynja, en bráðlega heyrðist ekkert ann- að en þungur andardráttur foreldra hans. Hann var stöðugt að hugsa um þetta, sem við hafði borið um kvöldið og var alveg varnað svefns. óréttur sá, er faðir hans hafði verið beittur, sveið honum miklu sárara en hrösun sjálfs hans, og þó tók út yfir að hann átti sök á öllu saman. Honum var áður kunnugt um breyskleika föður síns; ónærgætið fólk hafði ekki hikað við að hafa orð á hvinnsku hans, þótt drengurinn heyrði til og komið hafði það fyrir, þegar jafnaldrar hans reiddust við hann, að þeir höfðu sagt sem svo: »Hann pabbi þinn er þjófur«. Slík orð tók Guðmundur sér nærri og það var ekki í fyrsta sinn, sem hann grét yfir þjófnað- arorði því, sem á föður hans lá. En þess vann Guðmundur dýran eið þetta kvöld, að snerta aldrei framar nokkurn ófrjáls- an hlut. — Loksins sigraði þreytan og svefninn, og það sem eftir var nætur, hvarflaði hann í þokumistri óljósra drauma. —- Árla morguns daginn eftir vöknuðu hjónin í Nausti við það, að barin voru þrjú högg á útidyrahurðina; drengurinn rumskaði ekki. Þorleifur reis upp og nuddaði stýrurnar úr augunum; það var talsvert ryk í kollinum á honum eftir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.