Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 24
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR brennivínið kvöldinu áður. Hann leit út í gluggann; það var að verða bjart og þétt rigning buldi á rúðunum. Það var barið aftur. »Þú verður að bregða þér í buxurnarcc, sagði Guðrún, »og vita, hver er kominn«. Þorleifur smeygði sér í buxur og gekk til dyra, berfættur, með lafandi axlabönd. Honum hnykkti við, þegar hann opnaði hurðina, því að úti fyrir stóð Hallgrímur í Dal, skinnklæddur, með síðan sjóhatt á höfði. Datt Þorleifi þegar í hug, að hann væri kominn til þess að taka sig fastan og hörfaði ósjálfrátt frá hurðinni. »Góðan daginn, Þorleifur minn«, sagði Hallgrímur vinsamlega og rétti fram regnvota hendina; »gott er að mega koma í húsaskjól úr þessu árans hrakviðrk. »Ertu nú kominn til þess að taka mig fastan, alsaklausan manninn?« spurði Þorleifur í eymdarróm. »Nei, nei, blessaður vertu; þetta var allt saman misskilningur og fljótfærni úr mér, og eg er kominn til þess að friðmæl- ast við þig og bæta þér fyrir skammirnar í gærkveldi. Taskan er fundin, — eg er hérna með hana«. »Þarna sérðu, eg sagði satt, — eg stel ekki af nokkrum manni. -— Þú gerðir mér svo illt fyrir hjartanu í gærkveldi«. »Já, góði Þorleifur minn, — eg var líka dálítið góðglaður og gáði ekkert að, hvað eg sagði. Svo í morgun, áður en fór að rigna, fór eg á fætur til þess að gá að hrossunum og dótinu og þá fann eg tösk- una í tréspónunum, — hún hafði þá óvart dottið ofan af hefilbekknum, þegar eg var að bisa við hnakkinn í gærkveldi. Jæja, góði, þú fyrirgefur mér þetta, — öllum verður okkur eitthvað á. Nú get eg ekki farið af stað heim, fyr en rigningin hætt- ir, því að eg er með kornmatarklyfjar, svo að mér fannst sjálfsagt að fara til þín á meðan og friðmælast við þig, áður en eg færi. Eg er hérna með svolítinn dropa í vasafleygnum og eina pytlu fulla. og eg held að við hefðum báðir gott af að fá okkur eitt staup; eg er eitthvað svo skrambi tómur fyrir bringspölunum síð- an í gær«. Brúnin lyftist á Þorleifi og andlitið varð að einu sólskini. »Ja-á, ja-á, blessaður komdu þá inn fyrir; svo gefur hún Guðrún mín okkur kaffidropa.« Hallgrímur fór úr skinnklæðunum og tók af sér hattinn; svo gengu þeir inn í herbergið. Guðrún var að krækja að sér pilsinu. Hallgrímur bauð góðan dag; Guðrún tók ekki undir, gaut aðeins augunum út- undan sér og herpti saman varirnar. »Ætli það taki því að bjóða okkur góð- an dag,« sagði hún þurlega. »Jú, jú, Guðrún mín,« sagði Þorleifur, »hann Hallgrímur fann óhræsis töskuna og kom til þess að láta okkur ekki halda að hann grunaði mig um þjófnað. Hit- aðu nú á katlinum, heillin.« »Eg held hann Hallgrímur geti drukk- ið sitt eigið kaffi og þurfi ekki að sækja það til okkar, þjófanna. Hann má svo sem búast við því líka, að kaffið sé stolið.« »Nei, nei, Guðrún; mér dettur ekki í hug að væna ykkur um þjófnað,« svar- aði Hallgrímur, »og eg tek hátíðlega aft- ur öll þau orð, sem eg sagði í gáleysi í gær. Eg vildi glaður þægja ykkur í ein- hverju, svo að við séum sátt, því að eg er friðsemdarmaður. En nú er eg kaffi- þurfi og þú skalt ekki þurfa að sjá eftir þessum bollanum.« »Já, Guðrún mín, hann Hallgrímur er' bezti maður, eins og þú heyrir«, sagði Þorleifur. Guðrún fór þegjandi fram fyrir; þykkjusvipurinn á andliti hennar var að mildast. (Frh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.