Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 25
FRANS FRÁ ASSISI 17 Friðrik J. Rafnar. hins heilaga Frans frá Assisi. (Sniðin eftir bók Jóhannesar Jövgensens o. fl. ritum). (Framh.). Þess var heldur engin von. Slík gjör- breyting á andlegu lífi og lifnaðarháttum, sem síðar varð hjá honum, gat ekki gjörst í einu vetfangi. Fyrst varð hann gagn- tekinn af hinu hættulega hugarástandi hins sjálfsréttlætandi Farisea. Hann finnur léttvægi heimsgæðanna, en verður þá fyrst að líta með fyrirlitningu og sjálfsþótta til vina sinna, sem ennþá ekki skilja fánýti þeirra. Og smátt og smátt eftir því sem kraftarnir ukust og heilsan batnaði, sótti í sama horfið og áður. Hann fór að taka þátt í glaðværð og fé- lagslífi fyrri vina sinna, en var nú breytt- Ur að því leyti, að hann fann enga ánægju í því lengur. Hann var altekinn af ein- hverri innri órósemi, bar eitthvert ógró- ið sár í sálu, sem altaf sveið. Lífið heima hjá foreldrunum, meðal vinanna í fæðing- arbænum, gaf honum ekki það sem hann þráði. Hann dreymdi um stórvirki, æfin- týri og athafnir í fjarlægum, framandi löndum. Áður en hann sýktist, hafði geysað borgarastyrjöld í Assisi. Deildu þar borg- arar og aðall og veitti borgurum betur fyrst í stað. Gátu þeir eyðilagt hallir og riddaraborgir aðalsmannanna sumra, en öðrum héldu borgarar inniluktum. Þá báðu aðalsmenn borgríkið Perugia um bjálp og lofuðu aftur á móti að verða þeim skattskyldir. Gjörði nú Perugia út ber manns til hjálapr hinum aðþrengdu aðalsmönnum, en borgararnir í Assisi og nokkrir lýðhollir aðalsmenn, sem sáu frelsi borgar sinnar í veði, snerust til varnar. Mættust herirnir við brú hinss heilaga Jóhannesar skammt frá Assisi. Stóð þar blóðugur bardagi og biðu Assi- simenn fullan ósigur. Var fjöldi þeirra handtekinn, og meðal annara Frans. En vegna glæsimensku sinnar og prúð-s mensku, var hann settur í fangelsi með aðalsmönnum. Sat hann nú í varðhaldi í Perugia í heilt ár. Vistin þar með aðals- mönnum hafði mikil áhrif á hann. Þar. virðist hann hafa sogið í sig ástina til riddaramensku og íþrótta og yf irleitt alls þess, sem einkendi líf þáverandi aðals- og lénsmanna. Eftir heimkomuna steypti hann sér fyrst af alvöru út í þá hringiðu nautna og gleðskapar, sem sjúkdómurinn dró hann upp úr um stund. Þegar Frans var svo orðinn heill heilsu aftur, fór riddaramenskan að standa fyr- ir hugskotssjónum hans eins og eina leið- in að því marki, sem sála hans þráði. Hann var nákunnugur riddarasögum þeii*ra tíma, kunni utanað söguna um Arthur konung og riddarana við kringl- ótta borðið. Nú skaut upp í huga hans þránni eftir að verða einskonar Grals- riddari, fara út um allan heim og fórna blóði og kröftum í þágu heilagra málefna og koma svo heim aftur krýndur heiðri og ódauðlegum frægðarljóma. Um þetta leyti var agasamt mjög í í- talíu. Svo stóð á, að ekkja Hinriks keis- ara 6. hafði falið Innocentiusi páfa III. stjóm suður þar, meðan sonur hennar, er 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.