Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 26
18 NÝJAR KVÖLDVÖKUR síðar varð Friðrik keisari annar, væri í bernsku. En einn af herforingjum Hin- riks keisara hélt því fram, að honum hefði verið falin stjórn landanna og um- sjá keisarasonarins, og hlýðnaðist því ekki skipunum páfa. Innocentiusi páfa var nú annað betur gefið en að afsala völdum sínum í annara hendur. Braust nú út ófriður og var aðallega bnrist á Suður-ítalíu, því keisaraekkjan var erf- ingi að norðmannaríkjunum þar og jafn- framt drottning Sikileyjar. Fyrst í stað ui ðu páfaherirnir undir, þangað til páfi fól forustuna Walter III. greifa af Brien- ne. Vann hann hvern sigurinn eftir ann- an yfir Þjóðverjum og barst nafn hans og frægð um alla ítalíu. Jafnframt fregn- unum um sigra hans gekk þjóðræknisalda yfir landið. Þjóðverjahatrið óx með hverjum deginum og kröfurnar hækkuðu um að reka þá með öllu af höndum sér. Umferðarsöngvarar og æsingamenn fóru um landið og sungu og kváðu smánarljóð um hina útlendu kúgara, en æskulýður- inn, háir og lágir, streymdu í hópum undir merki Walters. Hrifningaraldan gekk líka yfir Assisi. Einn af merkustu aðalsmönnum borgar- innar vopnaði flokk ungra manna og hugðist að fara með þá til Apúliu, en þar var þá meginher Walters. Að vísu var Walter þá fallinn. Féll hann í umsátinni um Sanio í júnímánuði 1205 og herir hans héldu áfram ófriðnum, en um það vissu menn ekki norður í Assisi. Eins og aðrir ungir menn, varð Frans gripinn af þjóðræknishreyfingunni. Þarna sá hann tækifærið, sem hann altaf hafði beðið eftir, og nú var um að gera að grípa það. Hann varð að fá upptöku í flokk aðals- mannsins, komast í her Walters og ná riddaratign hjá honum fyrir vasklega framgöngu. Þegar þess þurfti með, skorti Frans hvorki dugnað né áræði og strax fór hann að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Hann var altekinn af eftirvæntingarfullri gleði, eins og menn oft eru, sem standa á vegamótum í lífinu og eru að hefjast handa til nýrra athafna. Hann logaði af ferðahug. Vinir hans vissu áður, að hann var glaðvær og bjartsýnn, en aldrei höfðu þeir séð hann áður eins fullan af gáska og æskufjöri. Þegar þeir spurðu hann um ástæðuna, svaraði hann: »Eg finn það á mér, að eg á eftir að verða mikill þjóð- höfðingi«. Ekkert var til sparað að búa hinn unga kaupmannsson sem best og ríkulegast úr garði. Einn af söguriturum hans kemst svo að orði, að »klæði hans hafi verið bæði einkennileg og dýr«. Við öðru var ekki að búast af ríku og glysgjörnu ung- menni. Þó var hann altaf sjálfum sér lík- ur. Því rét áður en lagt var af stað, mætti hann einum félaga sinna, fátækum aðalsmanni. Var sá illa klæddur og lítt vopnum búinn. Gaf þá Frans honum föt sín og vopn, en tók garma aðalsmanns- ins í staðinn. Hugurinn var allur við ófriðinn. Hann dreymdi ekki annað um nætur en bardaga og vopn. Og nóttina eftir að hann gaf fá- tæka riddaranum föt sín og vopn, dreymdi hann draum, sem honum sjálfum fanst merkilegur. Hann þóttist staddur í búð föður síns, og helst vera að kveðja. En í stað þess að búðin átti að vera full af vaðmálum og vefnaðarvöru, var hún full af ljómandi brynjum, skjöldum og spjótum. Hann undraðist þetta, en heyr- ir þá rödd segja: »Allt þetta átt þú og hermenn þínir«. Sumir segja svo frá draum þessum, að í stað búðar föður hans, hafi hann átt að gjörast í skrautlegri höll, vopnin verið skreytt gyltum krossmörkum og fögur brúður beðið Frans í einum skrautsaln- um. Munu það vera ýkjur og viðbætur síðari tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.