Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 28
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ur göfugri, ríkari og fegum, en nokkur kona sem þið þekkið«. Nú voru fleiri komnir, sem heyrðu svarið, og var mikið hlegið að. Frans gramdist, en ekki við vinina. Honum gramdist við sjálfan sig. Hann sá alt í einu líf sitt eins og lifandi mynd renna fram hjá, heimskuna, barnaskap- inn og hugsunarleysið. En við hlið þess sá hann lífið sem hann ekki hafði lifað, hið sanna, göfuga, fullkomna líf, lífið í Kristi. Þessi stund varð upphafið að auðmýkt hans. III. Alkunnur kirkjusöguritari frá miðöld- unum, Antonin frá Florens, minnist í fá- um orðum á líf Frans, eftir að hann skildi að fullu við vini sína. Segir hann að næstu árin hafi hann búið í einsetu- mannakofum eða jarðhúsum í nánd við Assisi og ekki gefið sig við öðru en bæn og íhugun andlegra efna, eða þá að hann hafi unnið að endurbótum og uppbygg- ingum fallinna gamalla kirkna. Er þar sjáanlegt hvílík geysileg breyting á hug- arfari hefir farið fram. úr glaðværum vinahóp sækir Frans út í einveruna til í- hugunar og bænar, og maðurinn sem vafalaust hefir aldrei unnið nokkurt verk á æfinni, sem kostað hefir verulegt líkamlegt erfiði, fer nú með eigin hönd- um að endurreisa fallandi og fallin Guðs- hús. Skamt fyrir utan bæinn er hellir. Þang- að fór Frans tíðum til þess að biðjast fyrir, oftast einn, en þó stundum einn af fornvinum hans með honum. í þessum helli háði Frans þunga sálarbaráttu. Þar glímdi hann við Guð, eins og Jakob forð- um. Dag frá degi óx þrá hans og löngun eftir að helga líf sitt Guði, en hann var ennþá ó\nss í, hvers Guð krefðist af hon- um. Aftur og aftur bað hann sömu bæn- arinnar úr sálmunum: »Vísa mér vegu þína drottinn, kenn mér stigu þínac (Sálm. 25, 4). Hann var líka altekinn iðr- un eftir sitt fyrra líf, og virtist það altaf ljótara og svívirðilegra eftir því sem lengra leið. Hann fann sárlega til að hafa eytt æskunni illa og gleðskapur og skemtanir urðu honum nú viðbjóðslegt at- hæfi. En bak við alt, fann hann til þess, að hann var ennþá ekki sterkur á svellinu og mundi hætt við að falla aftur til síns fyrra lífs, ef freistingarnar yrðu á vegi hans. Hann lagði oft fyrir sig spurning- una um, hvernig færi, ef vinir hans kæmu og gætu dregið hann eða tælt inn í veislu- sal, þar sem vínið angaði og reykir kryddaðra rétta freistuðu, þar sem saman blandaðist glasaglaumur, hljóðfæraslátt- ur og glaðvært skraf, mundi hann þá elcki aftur kasta sér út í hringiðu nautn- anna? Hann fann að hann var veikur fyrir, og Guð virtist ekki enn senda hon- um styrkjandi svar við bænum hans. En. hann þreyttist ekki að biðja. Daglega, og stundum oft á dag, yfirgaf hann þá, sem hann var með, hvar sem hann stóð og fór annaðhvort inn í einhverja kirkjuna eða út fyrir borgina til þess að biðja. Meðan þessi breyting var að fara fram, er föður Frans að litlu getið. Hefir hann sennilega verið fjaiverandi. En móðir Frans, sem sögð er að hafa elskað hann mest barna sinna, lét hann algerlega sjálfráðan. Að einu leyti var Frans sjálf- um sér líkur, hann var jafn eyðslusamur og áður. í stað vinanna fornu, komu nú- betlararnir og fátæklingarnir. Mætti hann betlara á götu, sem bæði hann um ölrnusu, gaf hann altaf alt sem hann hafði á sér af handbæru fé, og þegar féð var búið, gaf hann fötin utan af sér. Einu sinni er sagt að Frans færi með fátækl- ing afsíðis, klæddi sig þar úr skyrtunni og gæfi honum. Ennfremur lét Frans sér

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.