Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 29
FRANS FRÁ ASSISI 21 nijög ant um fátæka presta og kirkjur. Sérstaklega var honum umhugað um, að kirkjur væru vel búnar að öllum tækjum til altarisþjónustu allrar og sakramenta. En smátt og smátt urðu fátæklingarn- ir aðaláhyggjuefni hans. Og þá sérstak- lega það, hvernig unnið yrði til gagns móti fátækt og neyð. Og þá fór hann jafnframt að hugsa um að fara að reyna sjálfur, hvernig fátækt og allsleysi væri. Honum fanst hann þurfa sjálfur að gjör- ast betlari, til þess að vita hvað og hvern- ig fátækt væri. En það varð að vera þar sem engin þekti hann. Honum datt því í hug að fara pílagrímsferð til Rómaborg- ar. Þar gæti hann reynt þetta, óþektur af öllum. Frans fór svo til Rómaborgar. Sögurit- -arar hans eru fremur fátalaðir um þessa fyrstu ferð hans til »borgarinnar eilífu«. Erans fór strax til grafar Péturs postula og fann þar fjölda pílagríma. Þá var það siður, að pílagrímar, sem komu að gröf- inni, köstuðu peningum gegn um rimla- glugga inn í kapellu, sem bygð var yfir gröfina. Var það skoðað sem offur, og voru að mestu aðeins smápeningar. Frans stóð um stund og horfði á. Alt í einu kastaði hann pyngju sinni troðfullri af peningum inn um gluggann, svo gullið og silfrið valt með miklum hávaða um kap- ellugólfið. Allir horfðu undrandi á þessar aðfarir. En þetta var í síðasta skiftið sem Frans féll fyrir freitsingunni að vilja herast á. Á næsta augnabliki fór Frans fi’á kapellunni og gaf einum betlaranum sem þar stóð, merki um að fylgja sér. Eftir örfáar mínútur stóð Frans aftur á kirkjutröppunum, færður í garma betl- arans. Nú var teningunum kastað, alls- laus, í görmum rómverks betlara, stóð hann nú öllum ókunnur fjarri heimili og vinum. Það vildi hann reyna. Það er ekki kunnugt hvað lengi Frans dvaldi í Rómaborg að þessu sinni, en víst er um það, að það var ekki lengi. Sögu- sögnin hermir, að þegar hann hafi verið búinn að umgangast betlarana um stund, í sama gervi og þeir, notið gefins máltíð- ar með þeim, og kynt sér á allan hátt kjör þeirra, eins og hann væri einn af þeim, hafi hann haft fataskifti aftur og hcrfið heim til Assisi. Þessi stundar- reynsla var honum nóg. Heima voru alls- nægtir, en hann var búinn að reyna það sem hann vildi, áhyggjuleysi fátæktar- innar og nægjusemi, hina óeigingjörnu gleði sem því er samfara, að eiga ekkert annað en það, sem góðsamir menn gefa hinum þurfandi og eiga hvergi höfði sínu að að halla. Hann var orðinn sannfærður á orðum ritningarinnar: »Sælir eru fá- tækir« og »að auðveldara væri fyrir úlf- alda að komast gegnum nálarauga, en rík- an mann í himnaríkk. Hann þekti af reynslunni áhyggjur auðsins. Heima hjá sér var hann nú orðinn al- ger einstæðingur. Þeir fáu vinir, sem áð- ur höfðu haldið trygð við hann, sneru við honum baki, eftir heimkomuna frá Róma- borg. Eini maðurinn, sem Frans nú gat gefið sig að og sem tók honum vel, var biskupinn í Assisi. Og bráðlega fann Frans verkefni, sem bætti honum missi hinna fyrri vina. (Fi*h.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.