Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 30
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR S í m o n D a I. Saga eftir Anthony Hope. V. KAPITULI. Mér er bammð að gíeyma. Veðrið var hið fegursta og morgunloft- ið frískt og hressandi, þegar við Darrell skunduðum áleiðis þangað, er einvígið skyldi fara fram. Darrell bar tvö sverð. — Hann sagði mér að mr. Jermyn hefði tekist á hendur að vera einvígisvottur mótstöðumanns míns, og mér þótti vænt um að heyra, að bardaginn ætti aðeins að fara fram milli okkar Carfords lávarðar og ekki milli einvígisvottanna líka, eins og oft átti sér stað við slík tækifæri. — Þegar við vorum komnir á hinn tiltekna stað fyrir utan borgina, voru engir aðrir komnir, en við þurftum ekki lengi að bíða, áður en þrír burðarstólar sáust koma, út úr einum þeirra steig Carford lávarður, mr. Jermyn úr öðrum, en í þeim þriðja var sáralæknir, sem þeir höfðu fengið til að koma með sér. Burð- armennirnir gengu nú lítið eitt afsíðis og biðu, og undirbúningur einvígisins hófst. Við flýttum okkur að öllu eins og við máttum mest — sérstaklega virtist mér Darrell vera um það hugað, að alt tæki sem fyrst af, kvað hann ekki örvænt um, að einhver orðrómur hefði getað borist út um hvað til stæði, og vildi hann losna við alla áhorfendur. Þrátt fyrir, að eg vil rita þetta hlut- di-ægnislaust og með engu móti halla á þá, sem eg hefi minsta ástæðu til að elska, verð eg þó að skýra frá því, að Carford lávarður virtist bera ákaflega heift til mín. — Eg aftur á móti var honum nú ekkert reiður; eg þóttist nú hafa sannan- ir fyrir því, að fyrir það fyrsta hefði hann móðgað mig alveg óviljandi, hann hafði naumast getað haft neina hugmynd um, hver eg var, og að öðru leyti var hægt að skýra lítilsvirðingu þá og ókurt- eisi, sem mér fanst hann hafa sýnt mér í orðum og viðmóti, á þann veg, að slíkur maður, sem hann, þyrfti ekki að taka svo mikið tillit til mín, óþektur, ungur og með öllu óreyndur eins og eg var. Mér fanst að æra mín neyða mig til að berj- ast við hann, en eg hafði enga ástæðu til að hata hann, og eg skal fúslega viður- kenna það, að einlægasta ósk mín var, að við báðir slippum svo lítið meiddir, sem einvígislögin frekast leyfðu. En það var auðséð, að hann var í alt öðrum ham. Hann var mér reiður og ætlaði að hefna sín. Útlitið var því eklci sérlega gott fyr- ir mig. Gamall undirforingi úr liði Cromwells sáluga hafði kent mér undirstöðuatriðin í skilmingum, þegar eg dvaldi í Norwich; eg stóð því lávarðinum langt að baki í þessari íþrótt og eg get aðeins þakkað hamingju minni og ákafa hans fyrir, að ekki fór ver fyrir mér en raun varð á. Hann sótti hart að mér þegar frá byrjun og eg hafði nóg að gera með að verjast,. mér tókst það líka nokkurnveginn um stund, og eg heyrði mr. Jermyn segja: »Hann stendur sig svei mér furðanlega!« — Lávarðurinn fór nú að leita fleiri bragða og gerði hann snarpa atlögu. Eg fann snögglega til sársauka í vinstra handlegg rétt uppi við axlarliðinn og skyrtuei*min mín varð rauð á augabragði. Einvígisvottarnir hlupu þá á milli okkar og Darrell gi’eip utan um mig. — »Mér þykir vænt um, að það endaði ekki ver«, hvíslaði eg að honum og brosti. En í sama

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.