Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 31
SÍMON DAL 23 bili sortnaði mér fyrir augum, og mér fanst jörðin hringsnúast undir fótunum á mér. Eg misti meðvitundina í nokkrar mínútur og raknaði ekki við aftur fyr en læknirinn hafði búið um sárið og var að binda handlegginn í fatla, sem hann bjó til úr silkiræmu. Hinir þrír stóðu lítið eitt álengdar. Eg komst nú á fætur, en skalf á bein- nnum og var hvítari en fínasta línlak móður minnar í andliti. En eg brosti og var vel ánægður með úrslitin: Eg hafði bjargað ærunni og fengið »skírn«, sém mér var nauðsynleg til þess að geta verið í félagsskap með herramönnum. Mr. Jer- myn virtist vera á sömu skoðun, því nú Jcom hann til mín og bað læknirinn um leyfi til að taka mig með sér til morgun- verðar. Læknirinn leyfði það, en varaði mig samt við að neyta of kröftugrar fæðu eða að drekka áfenga drykki. Við lögðum •svo af stað og mér til mikillar undrunar sá eg, að mótstöðumaður minn, sem verið hafði, hélt hóp með okkur eins og ekkei’t hefði í skorist. Við snæddum í gestgjafa- húsi nokkru og mr. Jermyn, sem var lítill maður og fremur ósjálegur, sagði okkur margar sögur um sína fyrri frægð, sem hann hafði unnið sér í einvígum og ásta- málum. — Carford virtist alveg vera búinn að ídeyma öllum ágreiningi. Hann keptist blátt áfram við að auðsýna mér hina mest framúrskarandi kurteisi, og mér var með öllu óskiljanlegt, hvernig staðið gæti á þessari breytingu, sem orðin var á mann- inum, þar til að það kom upp, að Darrell hafði skýrt honum frá ásetningi mínum -að afsala mér stöðu þeirri, er konungur- inn hafði skipað mig í. Lét hann það ó- spart í Ijósi við mig, að sér findist slík fyrirætlun lýsa svo flekklausum heiðri, sem hugsast gæti, og hann bað mig leyfis fil að senda sinn eiginn sáralæknir til mín daglega, þangað til sár mitt væri gróið. — Þessi vinsemd hans og ekki síð- ur hinna, sem með voru, gerði það að verkum að eg smám saman komst í jafn- vægi aftur, eftir hina leiðinlegu uppgötv- un mína kveldinu áður; og þegar við að lokinni máltíð kvöddumst, var eg kominn í svo gott skap, að mér fanst næstum því, að eg gæti tekið lífinu aftur eins og ekk- ert hefði komið fyrir. — Samt vildu nú forlögin ekki láta þess verða langt að bíða, að við Carford í annað sinn stæðum augliti til auglitis sem óvinir og ættumst við vopnaviðskifti, þó á öðrum vígvelli væri. Darell ráðlagði mér að fara heim á gistihús mitt aftur og bíða til næsta dags með að ganga á konungs fund, þar sem ekki væri ólíklegt að eg mundi fá hitasótt af sárinu. Eg fylgdi þessu ráði og hóf göngu mína í hægðum mínum niður eftir stræti því, er Drury Lane nefnist, og hélt áleiðis til Covent Garden. Carford og Jermyn fóru til þess að skemta sér við hana-at, þar sem þeir einnig bjuggust við að hitta konunginn sjálfan, og Darell afsakaði sig með, að hann þyrfti að mæta á skrifstofu Arlingtons ráðherra. Eg var því einn míns liðs, og var ekkert að hugsa um að flýta mér, því nóg var fyrir mig að sjá og heyra. Því hvað eru fjöll og dalir, fljót og fossar í augum unglings, hjá allri þeirri margbreytni, sem götulíf stórborgarinnar hefir að bjóða? Mér datt í hug þá og oftlega síðan — eða kannske datt mér ekkert slíkt í hug einmitt þá stundina — ef til vili snerust allar hugsanir mínar um þá, sem eg mætti: að þessi maður hlyti að vera ákaflega fínn og ríkur, og að stúlkan þarna væri dásamlega falleg — eða hvort eg sjálfur mundi nú ekki vekja meirí eft- irtekt, sökum þess að eg gekk með hend- ina í fatla, og að treyjan mín færi mér víst alveg prýðilega. — En hverjar, sem hugsanir mínar kunna að hafa verið, þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.