Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 32
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR drógst nú athygli mín bráðlega að mann- söfnuði á götunni, rétt fyrir utan glugga veitingahúss eins, er nefndist »Kokkur og steik«. Hér var samankomið um fimm- tíu eða sextíu manns, bæði konur og karl- ar; sumt af þessu fólki var vel klætt, annað var auðsjáanlega verkafólk, burð- armenn og blómsölumeyjar. í miðjum hópnum stóð maður, sem virtist vera að halda einhverskonar ræðu eða prédikun með mikilli ákefð og hávaða. Eg varð forvitinn eftir, hvað hér væri á seyði, og tróð mér áfram, en forvitni mín breytt- ist í ánægju, þegar eg þekti, að prédik- arinn var enginn annar en vinur minn frá kveldinu áður, Phineas Tate. Það leit út fyrir að hann héldi orð og væri þegar byrjaður á verki sínu, svo að ekki væri hægt að kenna honum um, þótt Lundúna- borg stöðugt héldi áfram að þrjóskast við að iðrast synda sinna. Hann lét ádeilu sína ganga jafnt yfir háa sem lága og sparaði engan, og hann var engan veginn smeykur við að nefna nöfn vissra manna alveg fullum stöfum. — Ef konungshirð- in væri spilt, sagði hann, hvað mætti þá segja um götuna, þar sem hann væri staddur? Ef lafði Castlemaine væri það, sem hann með berum orðum sagði, að hún væri, hvað mætti þá ekki segja um konur þær, er nú stæðu í kringum hann? Þær seldu sig auðvitað lægra verði en þær fínu, en var það nokkur dygð? Nei, þær væru ekki vitund betri en Eleanor Gwyn sjálf, ef þær aðeins þyrðu. Hann hrópaði hið síðasta nafn með alveg sérstakri á- herzlu og viðbjóði, eins og lengra yrði ekki jafnað. Eg tók heldur að ókyrrast, er eg heyrði nafn hennar nefnt á þennan hátt. Og þó undarlegt væri, virtist það sama eiga sér stað með alla, sem í kring- um mig voru. Hingað til hafði fólkið hlustað á með mjög góðlátlegri þolin- mæði, menn höfðu brosað hverjir til ann- ara, hlegið hátt, þegar hann benti á ná- grannann, og ypt öxlum, þegar hann. sneri hirtingarræðu sinni beinlínis gegn þeim sjálfum. — Lundúna-fólk er góðlynt, fólk og tekur því venjulega með mestu þolinmæði, þótt því sé úthúðað. En nafn- ið, Eleanor Gwyn, fékk áheyrendurna auðsjáanlega til að skifta um skap. Vin- ur minn, Phineas, veitti því undireins eftirtekt, að ræða hans hafði haft áhrif, en hann misskildi orsökina, ákefð hans óx um allan helming og hann helti nú út úr sér langri runu af ókvæðisorðum yfir vesalings Nelly. Eg fór nú að troðast; gegnum mannhringinn Jí þeirri von, að mér mundi takast að þagga niður í hon- um. En á undan mér varð stórvaxinn, svarthærður burðarmaður, rauður og ó- hreinn í andliti. Hann olnbogaði sér rösk- lega gegnum þvöguna, þar til hann stóð' augliti til auglitis við Phineas, þá leit hann hörkulega framan í hann, skók höf- uðið og öskraði: »Heyrðu meistari, þú mátt segja hvað sem þú vilt um lafði Castlemaine og alla hina, en þú skalt halda kjafti um Nelly!« Þessari ræðu var svarað með lófaklappi og samþyktaróp- um af þeim, er stóðu í kring. Fólkið í smágötunum þekti Nelly. Þar var kon- ungsríki hennar. »Láttu Nelly vera í friði, meistari, ef þú vilt firrast beinbrot«, hélt burðarmað- urinn áfram. — En Phineas var engin gunga, og orð hins og hótanir æstu að- eins ofstækisbálið í honum. ■— Eg hafðí farið af stað með þeim ásetningi að reyna að loka á honum munninum. En nú leit helzt út fyrir að eg yrði að troða mér á- fram, til þess að reyna að bjarga lífi hans. Burðarmaðurinn mundi eiga hægt með að brjóta í honum hvert bein, og eg vildi gera það sem í mínu valdi stóð til þess að karlaulanum yrði ekki misþyrmt. Eg tróð mér því áfram og kom rétt nógu snemma til að grípa í handlegg burðar- mannsins áður en sleggjuhnefi hans félli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.