Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 33
SÍMON DAL 25 á höfuð trúboðans, sem svar við nýjum straum af formælingum, sem hann var að ausa ur sér. Burðarmaðurinn sneri sér að mér og æpti uppvægur: »Ert þú einn af vinum hans?« »Nei, nei«, hrópaði eg, »en þú verður að gæta að, hvað þú gerir, maður, þú gætir gert út af við hann!« »Hann ætti þá að gæta betur að, hvað hann segir«, svaraði karl — »gera út af við hann! það væri þá ekki nema mátu- legtk Satt að segja leit þetta hálf í- skyggilega út. Allir, sem viðstaddir voru, héldu auðsjáanlega með burðarmannin- um. Stúlka, sem stóð við hliðina á mér, minti mig á, hversu lítils eg mátti mín í raun og veru. Hún klappaði á handlegg minn, þann er særður var, og sagði: »Þig langar þó líklega ekki til að fara að berj- ast aftur!« — »Hann er geggjaðurk hi-ópaði eg til burðarmannsins. »Gerðu það fyrir mig, láttu hann vera. — Hver skeytir um það, sem brjálaður maður er að rugla?« En vinur minn, Phineas, brást fremur illa við þessari liðveizlu: »Er eg brjálað- ur?« æpti hann og barði hnefanum á Biblíuna, sem hann hélt á. — »Þú færð líklega að vita hvor okkar er vitlausari, þegar þú liggur beljandi í glóðum helvítis og við hlið þína liggur hún. .« og hann byrjaði aftur að ausa úr sér yfir veslings Nelly. Stóri burðarmaðurinn vildi nú ekki heyra meira. Hann ýtti vingjarnlega við mér með handarbakinu, svo eg féll mjúklega að svellandi brjóstum ungrar blómsölumeyjar, sem hló dátt og vafði rauðum, sterklegum örmum utan um uiig, svo eg gat ekki hreyft mig. Á meðan greip burðarmaðurinn í hnakkadrembið á Phineas, hóf hann á loft og hristi hann eins og þegar hundur skekur rottu. Það «r ekki gott að vita hvort Phineas hefði sloppið lifandi úr greipum hans, ef gluggi a veitingahúsinu hefði ekki í sama bili verið opnaður — og út um hann hljómaði raust, sem sendi titring gegnum allar taugar mínar. »Góðir hálsark sagði raustin, »hvaða bannsett ræðuhöld og ólæti eru þetta, það er alveg ómögulegt fyrir veslings synd- uga manneskju að fá að sofa fyrir ykk- ur. Eg ætla að biðja ykkur að fara til vinnu ykkar, eða, ef þið hafið ekkert að gera, væri ykkur nær að fara og fá ykk- ur í staupinu — hérna eru skildingar!« og heil skúr af smápeningum kom fljúgandi út yfir höfuðin á okkur. — Fólkið flýtti sér strax að tína þá upp og stúlkan, sem hélt mér, slepti tökunum til þess að fá sinn hlut líka. Burðarmaðurinn stóð hreyfingarlaus með Phineas, sem hékk í greipum hans eins og hann væri að gefa npp öndina, og — eg leit upp í gluggann. Eg leit upp og sá hana. Brún-gullna hárið var slegið niður yfir axlirnar, hún var að nudda stírurnar úr augunum og hvítur náttkjóll, sem ekki var altof vel hneptur upp í hálsinn, sýndi, að hún hefði ekki verið farin að klæða sig. — Sannarlega — hún var skínandi fögur nú, er hún laut út, hló lágt og skygði fyr- ir sólina með hendinni. Svo lyfti hún vísi- fingrinum og kallaði til trúboðans í háðs- legum ávítunarróm: »Þér ættuð að skammast yðar, sir, að tala svona um um- komulausan stúlkuaumingja, sem vinnur sér brauð á heiðarlegan hátt, gefur fá- tækum, og er auk þess mótmælendatrú- ar!« Þá sneri hún sér að burðarmannin- um og mælti: »Sleptu honum nú, áður en þú kreistir úr honum líftóruna!« »Þú heyrðir hvað hann var að segja um þig?« möglaði hann. »0, eg heyri það sem hver og einn segir um mig«, svaraði hún kæru- leysislega. — »Láttu hann fara!« Burð- armaðurinn lét þá Phineas lausan, en gerði það auðsjáanlega nauðugur. Hún kastaði mynt niður til hans og hann tók hana upp og um leið blótaði hann trúboð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.