Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 34
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR aimm í viðvörunarskyni. Nú fyrst varð henni litið á mig, sem stöðugt hafði horft á haiia. Bros hennar varð bjartara, hún klappaði saman höndunum: »Þetta er hamingjumorgun! Sé eg rétt? Er þetta ekki Símon — Símon minn, minn litli Sí- mon úi' sveitinni? Viljið þér ekki koma upp til mín, Símon? Nei, afsakið, eg skal koma niður til yðar í dagstofuna — fljótt — eg skal undireins vera þar!« Sýnin hvarf, en augu mín störðu á giuggann, þar sem eg hafði séð hana. Phineas vakti mig úr leiðslunni. »Hvaða kvenmaður var þetta?« spurði hann byrstur. »Hver — hver? Jú, það var mis- tress Gw\ n jálf'« stam? eg. »Hún sjálf — konan sjálf?« spurði hann á- fjáður. Svo rétti hann úr sér, tók af sér hattinn og mælti hátíðlega: »Lof og þökk sé Guði, því skeð getur, að það sé hans vilji, að þessum brandi verði bjargað úr eldinum!« — og áður en eg gat nokkuð aðhafst til að aftra honum, þaut hann þvert yfir götuna og inn í húsið. Eg flýtti mér inn á eftir honum. — Það var með talsvert blönduðum tilfinningum að eg sté yfir þröskuldinn. Kveldinu áður hafði eg sagt við sjálfan mig, að eg aldrei mundi geta séð hana framar eða mælt orð við hana. En nú — naumast hafði eg litið andlit hennar augum, áður en eg flýtti mér að ná fundi hennar! Samt sem áður reyndi eg að telja sjálfum mér trú um, að vel gæti farið svo, að Phineas Tate kæmi svo fram gagnvart henni, að nær- vera mín af þeirri ástæðu væri nauðsyn- leg. Þegar eg kom inn í dagstofuna, stóð Phineas þar við borðið og blaðaði ákaf- lega í Biblíunni, eins og hann væri að leita að einhverri vel við eigandi ritning- argrein, sem honum hefði dottið í hug. Eg gekk fram hjá honum og staðnæmd- ist við gluggann. Þannig biðum við henn- ar, báðir með eftirvæntingu, en hvor á sinn hátt. Rétt á eftir kom hún. Hún stakk höfð- inu inn úr gættinni og brosti, án þess á henni sæist nokkur vottur feimni eða eft- irvæntingar, alveg eins og þetta, að við mættumst þarna og á þennan hátt, væri það eðlilegasta og sjálfsagðasta, sem hugsast gæti. En svo kom hún auga á Phineas Tate, og þá mælti hún ergilega: »En eg ætlaði að tala einslega við Símon vin minn«. Phineas var skjótur til svars: »Tala einslega við hann, já, ekki spyr eg nú að — en hvenær kemur sá tími, að þú viljir tala einslega við Guð?« »Æ«, sagði hún um leið og hún settist við borðið, »hafið þér ennþá meira að segja? Eg hélt aö þér hefðuð verið búnar að ljúka yður af hérna úti.... Eg er auðvitað fjarska slæm — eigum við ekki að láta þar við sitja?« Hann kom alveg fram að borðinu og stóð þar andspænis henni, rétti út hend- ina í áttina til hennar, þar sem hún sat með hönd undir kinn og horfði á hann eins og henni væri hálft um hálft skemt, en væri þó hálfpartinn ergileg. »Þú, sem lifir opinberlega í synd«, hóf hann máls. En áður en hann gat sagt meira, var eg við hliðina á honum. »Hald- ið yður saman!« mælti eg — »hvað hafið þér með það að gera?« »0, lofið þér hon- um að tala, Símon«, sagði hún. — Og hann talaði og sagði yfirdrepslaust allan — nei, eg vona miklu meira en allan — sannleikann. Hún hlustaði á í þögri og þolinmæði, þó sá eg hana stundum hrökkva lítið eitt við, eins og eitthvað hefði stungið hana. Þegar hann hafði lát- ið dæluna ganga nokkra stund, féll hann á kné og baðst fyrir af miklum hita. Hún sat altaf grafkyr og eg stóð við hlið hans og vissi varla, hvað eg átti af mér að gera. Loksins endaði hann bænagerð sína, stóð á fætur og horfði alvarlega á hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.