Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 35
SÍMON DAL 27 Hún mætti augnatilliti hans með góð- látlegum, næstum því vingjarnlegum svip. Hann rétti aftur út höndina í áttina til hennar og mælti: »Barn, getur þú ekki skilið? Nei, hjarta þitt er forhert, en eg bið Krist, Drottinn vorn, að opna augu þín og mýkja hjarta þitt, svo að sál þinni niegi auðnast að verða frelsuðk Nelly horfði á neglur sínar með einkennilegri nákvæmni og sagði: »Eg veit satt að segja ekki, hvort eg syndga svo miklu meira en margir aðrir. — Þér ættuð að taka yður fyrir að prédika yfir hirð- inni«. Við þessi orð var eins og hann yrði gripinn af einhverskonar æði. »Hirðinni skal verða boðað orðið!« æpti hann — »og það af raust, sem sterkari er en mín. Bik- arinn er fullur — mælir synda þeirra fullur svo út úr flóir. Allir, sem lifa, niunu fá að sjá!« »Já, það er ekki ólík- Iegt«, svaraði Nelly, eins og til að segja eitthvað. En svo brá fyrir kátínuglampa í augunum: »En hvernig haldið þér að fari nú fyrir honuni Símoni, sem stendur hérna?« spurði hún. Hann hrökk saman og sneri sér að mér. Hann hafði auðsjá- anlega gleymt, að eg var viðstaddur. »Þessi ungi maður?« mælti hann og horfði beint framan í mig — »hann hefir ærlegt andlit; ef hann velur vini sína vel, þá mun honum og farnast vel«. »Eg er á meðal vina hans«, sagði Nelly. »Hvað þig áhrærir, kona, þá bið eg Guð um að hann ttiýki hjarta þitt«, mælti Phineas. »Sumir halda nú fram, að það sé altof mjúkt«, svaraði Nelly. »Þú skalt fá að sjá mig aftur«, mælti hann og gekk til dyranna, en áður en hann færi út sneri hann sér við og virti mig enn einu sinni mjög vandlega fyrir sér. Að því búnu fór hann u+ og lét okkur tvö ein eftir. Nelly andvarpaði eins og létt væri af henni fargi. Hún teygði upp handleggina °g lét þá falla niður á borðið; svo stökk hún á fætur, hljóp til mín og greip báðar hendur mínar. »Símon!« hrópaði hún — »líður ekki öllum vel í Hachtstead?« »Eg losaði hendur mínar, gekk eitt skref aft- ur á bak og mælti hátíðlega: »Ungfrú, þetta er ekki Hachtstead — og mér sýn- ist þér ekki vera sú sama stúlka, sem eg þekti í Hachtstead«. »Nei, hvað segið þér — ekki sú sama? En mér sýnist þér vera mjög líkur vissum manni, sem eg þekti þar — og þekti vel!« svaraði hún. — »En eruð þér líka kominn til þess að predika yfir mér?« »Eg þakka yður fyrir að þér munduð eftir mér,« sagði eg með kaldri kurteisi — »og sérílagi fyrir þá vinsemd, að þér hafið beitt áhrifum yðar í mína þágu. Eg met það mikils við yður, þrátt fyrir, að eg get ekki tekið á móti því.« »Þér getið ekki tekið á móti því? Hvað — þér ætlið að neita að taka við liðsforingja- stöðunni?« hrópaði hún. »Eg hefi hugsað mér það,« svaraði eg og hneigði mig djúpt. Andlit hennar var eins og á barni, sem verður fyrir vonbrigðum. »Og þér hafið hendina í fatla — eruð þér særður? Hafið þér lent í deilum nú þegar?« »Nú þegar!« Eg hneigði mig aftur. »Hvers vegna — og við hvern?« »Við Carford lávarð. Eg vil ekki véra að þreyta yður með að skýra frá ástæðunni,« svaraði eg. »En mig langar til að heyra hana!« »Nú það var út af því að lávarðurinn sagði, að mistress Gwyn hefði útvegað mér stöð- una«, mælti eg. »En það var líka sattk »Auðvitað, en eg barðist samt við hann«. »Hvers vegna — þegar það var satt?« Eg svaraði ekki, og hún settist upp á borðið og leit á mig með augnaráði, sem lýsti bæði undrun og þjáningu. »Eg hélt, að þetta mundi gleðja yður svo, Símon«, sagði hún auðmjúk. »Eg hefi aldrei verið svo stoltur, sem eg var þegar eg fékk bréfið — og eg held aldrei svo hamingju- samur, nema — nema þegar eg gekk með 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.