Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 37
SÍMON DAL 29 hét Jónas Wall. Að þessu loknu bjóst eg til að ganga til Whitehall, eins og kon- ungsbréfið bauð mér. Eg hitti Darrell ekki, en Robert, þjónn hans, kom með þau skilaboð frá honum, að hann hefði svo mikið annríki hjá ráð- herranum, að eg yrði að afsaka, þó hann gæti ekki fylgt mér á konungs fund. Það leit því helzt út fyrir, að eg yrði að fara fylgdarlaust, en í sömu andránni bar Quinton lávarð að. öll mín uppvaxtarár hafði eg vanist á að líta upp til Quintons lávarðar með al- veg sérstakri virðingu, og það er mjög erfitt að vinna bug á slíkum tilfinning- um. Ákafinn, sem lýsti sér í rödd hans, þegar hann spurði mig, hvað eg ætlaðist fyrir, kom mér því í standandi vandræði. Þó áræddi eg að segja honum, að eg væri ákveðinn í að afsala mér stöðunni. Virt- ist sú fregn hafa mjög góð áhrif á hann, ■alt viðmót hans breyttist. Hann hafði lit- ið á mig með kuldalegum svip og rann- sóknaraugum, en nú varð hann mjög vin- gjarnlegur. Hann hrósaði mér mikið, og sagði, að nú á dögum væri það harla sjaldgæft, að menn skeyttu um heiður sinn, þegar einhver metorð væri að vinna. Svo hló hann og bætti við, að reiði síu -gagnvart mér hefði farið sívaxandi við hverja nýja fregn, sem sér hefði borist af mér. Er hann heyrði, að eg ætlaði að fara á fund konungs, bauðst hann þegar til að fyigja mér, og sagði að við gætum ekið saman í vagni hans að hliðum hallar- garðsins, þaðan gætum við svo gengið, Eg tók þessu boði allshugar feginn, því að eg fann, að það mundi gefa mér hug- rekki til að framkvæma ásetning minn. — A leiðinni greip lávarðurinn tækifærið til •uð minnast á kunningsskap minn við Nelly, og lét mig fyllilega á sér skilja, að það skynsamlegasta fyrir mig væri að láta honum vera lokið um leið og eg af- salaði mér metorðum þeim, er hún hafði útvegað mér. Auðvitað efaðist eg ekkert um, að hann manna bezt vissi hvað væri mér fyrir beztu. En samt sem áður var- aðist eg að lofa nokkru um að hlíta ráði hans í þessu efni. — Hann hefir sjálfsagt fundið, að mér var ekkert um það gefið að ræða þetta frekara, því hann andvai-p- aði og fór að tala um ástand ríkisins og konungsvaldsins. Ef eg hefði hlustað dá- lítið betur eftir ýmsu, sem hann sagði mér þá, hefði það að líkindum getað los- að mig við ýms óþægindi, sem eg átti eft- ir að rata í. En eg hlustaði á orð hans af eintómri kurteisi og ekki nógu vel til þess að eg skildi, hvernig í því lá, að lávarð- inum sagði svo mjög þungt hugur um vináttu konungs vors við Frakka-konung og um heimsókn hertogaynjunnar af Or- léans, sem í vændum var, og öll borgin talaði um. Quinton lávarður var að vísu drottinhollur maður, en hann hataði Frakka og Pápista og harmaði því mjög, að hugur konungs virtist hneigjast að báðum. Alla leiðina hélt lávarðurinn á- fram að ræða um þessar áhyggjur sínar, og eg laut höfði við og við til samþykkis — en satt að segja var eg nú að hugsa um, hvenær hann mundi bjóða mér heim, til þess að heilsa húsfreyju sinni, og enn- fremur hvoi*t Barbara dóttir hans mundi fagna því, að sverð Carfords aðeins hafði gengið í gegnum handlegg minn, án þess að gera mér frekari skaða. Að lokum komum við að hallargarðin- um, þar skildum við vagninn eftir og fór- um inn um hliðið. Við gengum í hægðum okkar og leiddumst. Eg var ekkert lítið upp með mér af að láta sjá mig þannig með lávarði mínum, því enda þótt hann að líkindum teldist ekki annað eins stór- menni hér og heima í Hachtstead, þá var hann samt mikils metinn og öll fram- koma hans var hin göfugmannlegasta. Eftir að við höfðum gengið litla stund.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.