Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 38
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kom eg auga á þrjá menn og dálítinn drenghnokka, sem var mjög ríkmannlega búinn; rétt á eftir þeim gengu fimm eða sex aðrir og á meðal þeirra þekti eg Dar- rell vin minn, þóttist eg þá skilja, að þjónusta hans hjá ráðherranum mundi að minsta kosti ekki krefjast mikils erf- iðis. Um leið og þeir þrír, er á undan voru, fóru framhjá öðrum mönnum, tók eg eftir því að allir, sem mættu þeim, tóku ofan og stóðu berhöfðaðir; en eg hefði naumast þurft þetta tákn um sér- staka virðingu til þess að glöggva mig á að einn þeirra var enginn annar en kon- ungurinn. — Andlit hans var mér þegar kunnugt, en hár hans og yfirlitur voru enn dekkri en eg hafði gert mér í hugar- lund eftir þeim lýsingum, sem eg hafði heyrt af honum. — Hann var létlur á fæti og tígulegur og prúðmannlegur í framgöngu. Eg starði á hann og virti hann svo vandlega fyrir mér, að mér næstum hafði láðst að taka ofan hattinn. Nú kom hann auga á okkur og þekti lá- varðinn, gerði hann honum strax bend- ingu um að koma; Quinton hlýddi og skildi mig einan eftir, og gat eg því virt gæðinga konungs fyrir mér í næði. Eg þóttist strax vera viss um, hver annar þeirra mundi vera, að það væri enginn annar en hinn nafntogaði hertogi af Buckingham, sem sagt var um, að hann jafnan reyndi að klæða sig konunglegar en konungur sjálfur. — Á meðan konung- urinn ræddi við Quinton lávarð, var hann að leika sér við drenginn. Maðurinn, sem með þeim var (og sem eg þóttist sjá að hertoginn liti fremur niður á) var að engu leyti sérkennilegur öðru en því, að hann virtist hafa vald yfir sjálfum sér til hins ítrasta. Alt látbragð hans var ein- kennilega kurteislegt, brosið stöðugt jafn vingjarnlegt, og allur svipurinn eins og á manni, sem með mikilli ástundun hlustar á alt, sem yfirmaður hans er að segja við hann. —- Hann hafði stóran plástur á nef— inu og óprýddi það andlit hans. Þegar eg var búinn að bíða þarna í nokkrar mínútur eins og milli steins og sleggju, sneri lávarður minn sér við og benti mér að koma. Eg hlýddi og færði mig nær með hattinn í hendinni og fullur angistar — eins og á stóð fyrir mér gat það verið talsvert varasamur heiður að mega koma fram fyrir konung. Hræðsla mín óx við hvert fótmál, og eg óskaði nú einskis fremur en að lávarðurinn hefðí ekki nefnt neitt um ásetning minn, en eg þóttist sjá, að þeir einmitt mundu hafa talað um þetta efni, því konungurinn leit við mér og brosti eins og til að freista mín, Buckingham hló dátt og maðurinn með plásturinn virti mig afar gaumgæfi- lega fyrir sér með auðsærri forvitni. Quinton lávarður var rólegur en dálítill kvíði lýsti sér í svip hans, eins og hann vonaði, að eg fengi góðar viðtökur en ef- aðist þó um, hvernig fara mundi. — Þannig stóðum við allir nokkur augæa- blik, og eg óskaði, að jarðskjálfti eða eitt- hvað þvílíkt kæmi og flýtti fyrir endalok- unum. En konungur virtist ekkert á því að flýta sér með að losa mig úr klípunni. Hann var nú alvarlegur, næstum reiðu- legur á svip og djúpar hrukkur voru milli brúna hans. Svo brosti hann aftur, en það var eins honum væri það móti skapi, þó að hann gæti ekki stilt sig. Eg veit ekki hver endirinn hefði orðið, ef Buckingham hefði ekki farið að hlægja á ný, konung- ur gat þá ekki stilt sig, en hló með, en samt var það auðséð, að honum líkaði það alls ekki. »Svo yður finst viðeigandi að neita að taka við stöðu, er mér þóknast að skipa yður í, og viljið ekki bera vopn fyrir mig móti óvinum mínum?« — Konungur gerði sig mjög alvarlegan, þegar hann sagði þessi orð. »Eg vildi feginn berjast og láta lífið fyrir yðar hátign!« svaraði eg feimn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.