Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 39
SÍMON DAL 31 islega, en af fullri sannfæringu. — »Þó Lomið þér á minn fund til þess að segja af yður«, mælti hann. — »Hversvegna ?« Eg gat engu svarað. Það var alveg ó- mögulegt fyrir mig að segja honum á- stæðuna. Hann hélt áfram: »Það kemur í Ijós afar snemma í mannkynssögunni, að eeskilegt sé fyrir manninn að njóta hjálp- ar konu — meira að segja Adam varð slíkri hjálp feginn«. »Hún var nú líka konan hans, Sir«,* skaut Buckingham inn í. »Aldrei hefi eg nú heyrt neitt um sjálfa vígsluathöfnina«, svaraði konungur, »enda get eg ekki séð, að það geri neinn mismun«. »0-jú, það er að mörgu leyti alt öðru máli að gegna með hjón«, sagði Buckingham hlæjandi og leit um leið dá- lítið einkennilega til drengsins. Konungur hló kæruleysislega og kallaði: »Heyrðu mér Karl!« — (Þá vissi eg að drengurinn var sonur hans — sá er síðar varð þektur undir nafninu hertoginn af Plymouth — og um leið þóttist eg skilja, hversvegna hertoginn hafði litið til hans). »Karl, hvaða álit hefir þú á kvenfólkinu ?« spurði konungur. Drengurinn, sem var mjög fagurt barn, hugsaði sig dálítið um og leit svo upp. »Mér finst það fjarska þreytandi«. »Já, það er satt, Karl«, mælti konungur alvarlegur á svip. »Þær geta aldrei látið nokkurn hlut vera í friði«, bætti drengurinn við. »Nei, þær geta það ekki«, sagði konungur — »heldur ekki karlmenn«. »Ekki streng, eða boga — eða sokkaband...« »Já, Karl — eða fjársjóði. eða nafnbætur, eða stöður eða embætti — eigum við ekki að taka okkur saman um að forðast þær algerlega, Karl?« »Ja, mér þætti gott að geta losast við þær!« hróp- aði drengurinn. Kþnungur sneri sér nú að mér og ^nælti: »Það lítur út fyrir að við þrír: * Englandskonung má ávarpa með Sir (herra). — Ath. h- Karl litli hérna, þér og eg séum allir á einu máli, þegar konur eru annarsvegar. Ef forsjónin hefði verið okkur samdóma, þá mundu engar konur hafa verið til í heiminum«. Eg þóttist nú verða þess var, að hann horfði á mig með ofurlítilli eftirtekt, en eg er hræddur um, að eg hafi tekið mig fremur aumlega út. — Quinton lávarður kom mér nú til hjálpar og talaði langt er- indi um hversu trúr eg væri konungi og drottinhollur í öllum greinum, og hversu fús eg væri til að þjóna hans hátign í öllu því er eg mætti. Þegar hann hafði lokið máli sínu, sagði konungur þurlega: »Mr. Dal segir ekkert af þessu sjálfur«. »Það eru ekki ætíð þeir sem mest tala sem bezt reynast«, svaraði Quinton. »Nú, þessi maður, sem ekkert segir, ætlar þá að gera alt?« mælti konungur. Svo sneri hann sér að manninum með plásturinn og sagði: »Arlington lávarður, það lítur út fyrir að við verðum að leysa mr. Dal frá skyldum hans«. »Eg býst við því, Sir«, svaraði lá- varðurinn, sem eg nú virti fyrir mér af mikilli forvitni, því að nú vissi eg að þarna var húsbóndi Darrells. »Eg get ekki í minni þjónustu haft menn, sem ekki elska mig«, bætti konungur við. »Nei, slíkir menn eru naumast hæfir til að vera þegnar!« mælti Buckingham með illgirnisbrosi. »Þjóna mína get eg valið, en er því miður ekki eins frjáls í vali mínu á ráðgjöfunum«, svaraði konungur. Nú leit hann beint framan í mig og sagði kuldalega: »Mér er næst að halda, að það sé vöntun á drottinhollustu og virðingu fyrir konungi yðar, sem kemur yður til að gera þetta. Mér mundi þykja vænt um, ef þér á einhvern hátt gætuð sýnt, að grunur minn sé ástæðulaus«. Hann laut höfði lítið eitt og hélt svo göngu sinni á- fram. Eg hneigði mig djúpt. Feimni og blygðun ræntu mig algerlega máli. Satt að segja virtist nú allri framtíð minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.