Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 40
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kollvarpað, að svo miklu leyti sem hún var komin undir hylli konungs. Eg stóð aftur einn eftir, því konungur flýtti sér að taka Quinton lávarð tali, eins og honum væri um það hugað, að allir við- staddir gætu séð, að reiði hans næði ekki til annara en mín eins. En til mikillar undrunar fyrir mig stóð Arlington lá- varður á næsta augnabliki við hlið mína. »Látið þetta ekki á yður fá«, mælti hann vingjarnlega, »konungi þótti dálítið mið- ur, en reiði hans er ekki alvarleg — og eg skal segja yður, hann hefir verið talsvert óþolinmóður eftir að fá að sjá yður«. »Konungurinn óþolinmóður eftir að sjá mig!« hrópaði eg steinhissa. »Hvað — já. Hann hefir heyrt mikið um yður talað«, það lék bros á vörum hans, er hann virti mig fyrir sér. En eg varaðist að biðja um frekari skýringu. »Mér þykir einnig vænt um að fá ástæðu til að kynnast yð- ur«, hélt hann áfram — »Darrell vinur minn hefir sungið talsverðan lofsöng um yður fyrir mér. — Það er hægt að þjóna konungi sínum á margan hátt«. »Eg mundi fagna af öllu hjarta, ef eg sæi nokkra leið til þess, lávarður minn«, svaraði eg. »Nú, verið getur að eg sæi mér fært að veita yður tækifæri — ef þér vilduð taka því«, mælti hann. »Eg skyldi vera yðar tign auðmjúkur þjónn!« »Nú, nú, ef eg gæfi, þá mundi eg líti til endur- gjalds«, sagði hann, og bætti svo snögg- lega við: »Þér eruð auðvitað meðlimur ensku kirkjunnar, mr. Dal, og fylgið henni að málum?« »Já, lávarður minn«, svaraði eg — »eg og öll mín skyldmennk. »Gott, gott«, tautaði hann, »á þessum tímum hefir kirkjan marga fjendur — hættur steðja að henni úr öllum áttum«. Eg hneigði mig án þess að segja neitt við þessu, þegar ráðherrann ræddi við mig um slík efni, fanst mér bezt við eigandi, að hann talaði og eg hlustaði á. — »ó, já, vér eigum í vök að verjast«, hélt hann á- fram. — »Jæja, mr. Dal, eg treysti því þá,, að við eigum eftir að talast við aftur. — Þér búið á sama stað og mr. Darreli? Þér getið átt von á að heyra eitthvað frá mér«. Hann gekk á eftir hinum. í sömu andránni sneri konungur sér við og kallaði: »Mr. Dal, það verður sýndur dálítill sjónleikur heima hjá mér annað kveld. Viljið þér ekki gera mér þá ánægju að vera viðstaddur?« Eg hneigði mig næstum til jarðar og var svo hissa, að eg vissi varla, hvort eg ætti að trúa mínum eigin eyrum. — Hann hélt ræðu sinni áfram og hækkaði róminn, svo að- allir, sem nærstaddir voru, gætu heyrt til hans: »Og við ætlum þá að reyna a& finna einhverja ófríða konu og einhvern heiðarlegan karlmann og láta yður sitja mitt á milli þeirra. — Slíkan kvenmann er nú ekki svo erfitt að finna, en að finna heiðarlegan mann — eg er hræddur um að það verði ómögulegt, nema því aðeins, að svo skyldi fara, að einhver annar ó- kunnugur maður rækist hingað til hirðar- innar. — Verið þér nú sælir mr. Dal!« Hann brosti glaðlega og gekk leiðar sinn- ar. — Konungur og fylgdarmenn hans voru ekki fyr farnir, en Darrell kom þjótandi til mín og spurði ákaflega áf jáður: »Hvað sagði hann?« »Konungurinn?« svaraðí eg — »jú, hann sagði....« »Nei, nei, eg átti við Arlington lávarð«, og hann benti á ráðherrann, sem gekk við hlið konungs. »Nú, hann spurði mig, hvort eg væri ekki trúr kirkjunni, og sagðist ætla að láta mig heyra eitthvað frá sér aftur. — En ef lávarðurinn ber hag kirkjunnar svo mjög fyrir brjósti, hvernig getur hann þá felt sig við, að þér hafið yðar trú?« Darrell hafði engan tíma til að svara, því Quinton lávarður kom að í sömu,svifum og greip fram í: »Það er vitur maður,. sem getur svarað, ef spurt er um afstöðu Arlingtons lávarðar til kirkjunnar«. Dar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.