Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 41
SÍMON DAL 33 rell stokkroðnaði og sneri sér að Quinton með reiðisvip: »Þér hafið enga ástæðu til að efast um heilindi Arlingtons lávarðar gagnvart kirkjunni, lávarður minn«, mælti hann. »Þá er enn minni ástæða fyr- ir yður að taka upp vörn fyrir hann af svo miklum hita«, svaraði Quinton, »eg hefi sagt meira en þetta upp í opið geðið á honum, og hann hefir tekið því með meiri stillingu, en þér gerið hans vegna«. Eg komst í hálfgerðan bobba yfir að heyra að grunt mundi á því góða milli þeirra vina minna, þess gamla og hins nýja. Eg vissi þá ekki hver ástæðan var; orðrómurinn um, að Arlington hallaðist að páfatrúnni, hafði ekki borist til okkar út á landsbygðinni. — En Darrell var of skynsamur maður til þess að þrátta við mann, sem honum var fremri bæði að mannvirðingum og aldri. Hann hneigði sig fyrir lávarðinum, kvaddi mig hjart- anlega og fór. »Þú stóðst þig ágætlega hjá konungi, Símon«, mælti Quinton lávarður, þegar við vorum orðnir tveir einir, og um leið tók hann handlegg minn. »Þú komst hon- um til að hlægja, og hann telur engan ó- vin sinn, sem gerir honum þann greiða. En segðu mér nú, hvað sagði Arlington við þig?« Eg endurtók nú orð ráðherrans, og hann varð mjög alvarlegur á svipinn, en hann klappaði vingjarnlega á hendina á mér og sagði: »Þú hefir sýnt bæði vizku og heiðarlegleika í þessari fyrstu raun, drengur minn, svo mér finst, að eg nú geti treyst þér. En sannleikurinn er sá, að margir hafa heldur litla trú á Arling- ton lávarði bæði sem Englendingi og sem vini kirkju vorrar«. »En«, hrópaði eg, »gerir Arlington lávarður þá ekki það, sem konungur býður honum?« Hann leit beint í caugu mín og svaraði stillilega: »Eg geri ráð fyrir því, Símon«. En svo ílýtti hann sér að bæta við eins og hon- nm findist hann hafa sagt nóg — eða helzt til mikið: »Kærðu þig ekkert um það, Símon. Það væri ekki gott að þú yrð- ir altof gamall eða altof varkár undireins. Úr því að þú nú ert búinn að finna kon- unginn, hefir þú ekkert hér að gera fyrst um sinn. Við skulum taka vagninn aftur og fara heim til mín. Lafði minni mun þykja gaman að sjá þig — og auk þess vill svo heppilega til að Barbara er ein- mitt heima í dag; henni mun þykja held- ur en ekki gaman að rifja upp gamlan kunningsskap við þig«. Eg þakkaði honum boðið — og sem ungur maður hafði eg fullan rétt til að hlakka til að sjá unga og fagra stúlku, jafnvel þótt eg enganveginn gæti verið viss um að viðtökurnar, sem eg fengi, yrðu sérlega hjartanlegar. Eg þurfti þó ekki lengi að bíða til þess að fullvissa mig í þessu efni, því eg var naumast kominn inn og búinn að kyssa lafði Quinton á hendkia, áður en Barbara kom út úr stofu, sem lá inn af, og Car- ford lávarður með henni. Hann var hálf- kindarlegur á svip og kinnar hennar voru mjög rjóðar. Hún leit út fyrir að vera í einhverri æsingu. Eg sá strax, að hún hafði breyzt talsvert á þessum fjórum ár- um, sem liðin voru, síðan við skildum. Hún var nú fullþroskuð og forkunnarfög- ur kona, tiguleg í framgöngu og lát- bragði. Eg heilsaði. Hún rétti fram hend- ina fremur kæruleysislega, og eg kysti á hana. Það var því líkast, að hún kannað- ist við kunningsskap okkar frá því fyrr- um fremur en hún fagnaði yfir því að endurnýja hann. En hún var vingjarnleg; og eg komst brátt að raun um, að þótt hún vissi alt, hvernig á stóð um hagi mína, þá fremur vorkendi hún mér en á- sakaði mig: Hún virtist hugsa sem svo, að í raun og veru væri nú Símon f jarska ungur, óreyndur og fávís, og hún vissi, hvernig meira að segja mjög heiðarlegir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.