Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 42
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ungir menn létu tælast af slægum konum. Hún ætlaði ekki að snúa baki við gömlum vini fyrir þær sakir, enda þótt það væri alt annað en þægilegt að þurfa að hugsa um það. Eg hygg að lávarður minn muni einnig hafa rent grun í, hvað dóttur hans bjó í skapi. Og nú vildi hann hjálpa mér, gefa mér tækifæri til að konia með skýringar, svo að hún skildi mig rétt. Hann tók því Carford tali og bað hana að fara með mig inn í annað herbergi og sýna mér mynd þá, er málarinn Lely nýlega hafði málað af henni. Hún hlýddi, og þegar eg var bú- inn að segja nokkur hrósandi orð um málverkið, sem eg auðvitað reyndi að láta hana skilja, að eg meinaði til hennar, þá hleypti eg í mig kjarki og sagði henni, að þegar eg lenti í deilunni við Carford hefði eg ekki vitað, að hann væri vinur fjöl- skyldu hennar, því ef mig hefði grunað það, mundi eg hafa vægt fyrir honum í öllu. Hún brosti við og mælti: »Þér gerð- uð honum heldur ekkert mein,« og um leið horfði hún á hendina, sem eg bar í fatla. Hún hafði ekkert verið að hafa fyr- ir því að spyrja hvernig sári mínu liði, það var ekki laust við að það erti mig, svo eg sagði: »Nei, Guði sé lof! Alt endaði vel — það var aðeins eg sem hlaut skeinu, og hinn göfugi lávarður slapp ómeiddurk »Nú, hinn göfugi lávarður hafði á réttu að standa, svo ekki var ástæða til annars en að fagna yfir þeim úrslitum,« svaraði ftún. — »Eruð þér ánægður með mynd- ina, mr. Dal?« En eg vildi ekki láta hana slá mig svona af laginu. »Ef eg hefi haft á röngu að standa, svo er eg búinn að gera dálítið síðan, sem ætti að réttlæta mig að einhverju leyti,« mælti eg. Eg var ekki í vafa um að hún vissi, að eg hefði afsalað mér stöðunni. »Eg skil ekki,« sagði hún og leit fljótlega til mín — »hvað hafið þér gert?« Eg varð svo for- viða á, að hún ekkert vissi, að eg hrópaði: »Eg hefi fengið samþykki konungs til að afsala mér stöðu þeirri, er hann var bú- inn að skipa mig í!« Hún roðnaði lítið eitt og eg bætti við: »Var ekki lávarður minn búinn að segja yður frá því?« »Eg hefi ekki átt tal við hann einan alla síð- ustu viku,« svaraði hún. En hún hafði talað við Carford Jávarð einan — og það á síðustu klukkustund -¦— það var undarlegt a') honum, sem var kunnugt um ásetnin^: minn og hafði iof- að hann svo mjög, skyldi eklu hafa fund- ist það ómaksins vert að minnast á það við hana. Eg horfði í augu hennar, og eg hygg að hún hafi fundið á sér hvað eg hugsaði, því hún leit undan og mælti hálf- vandræðalega: »Éigum við ekki að fara inn til hinna?« »Þér hafið þá ekki rætt um málið við Carford lávarð?« spurði eg. Hún þagði við eitt andartak og svaraðí svo dræmt, eins og hún helzt ekki vildí segja sannleikann, en yrði að gera það: »Jú. .. En hann nefndi þetta ekki á nafn .... Viljið þér ekki segja mér frá því?« Eg sagði henni þá í fáum orðum, hvað fyrir hafði komið. »Carford lávarður tal- aði ekkert um þetta«, mælti hún, er eg hafði lokið máli mínu. — »En þrátt fyrir það að þér viljið ekki taka boðinu, hafið þér þó orðið að þakka fyrir það!« »Mér vafðist, satt að segja, tunga um tönn, þegar eg átti að tala við konunginn«. svaraði eg og hló vandræðalega. »Nei, eg átti ekki við konunginn«, mælti Barbara. Nú kom til minna kasta að roðna — eg var ekki búinn að missa þann hæfileika þá —. »Eg hefi séð hanak tautaði eg lágt. Barbara hneigði sig snögglega fyrir mér og sagði biturlega: »Jæja, eg óska, að þér megið fá ánægju af þeim kunn- ingsskap!« Þegar karlmaður er einsamall með fall- egri stúlku, er það víst sjaldgæft að hann fagni því, ef einhver kemur og truflar, en í þetta sinn varð eg sárfeginn, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.