Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 44
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR vörum hennar, eins og hún hugsaði: »Er þetta nokkuð til þess að menn séu vit- lausir eftir henni?« Þetta eggjaði mig, og um leið fengu líka endurminningarnar yfirhönd, lýsing mín varð heitari og inni- legri og að síðustu ekkert annað en einn samfeldur lofsöngur. Alt í einu varð mér litið í augu Barböru. Hún starði á mig og stóð alveg hreyfingarlaus frammi fyr- ir mér. Mér varð svo hverft við, að eg steinþagnaði og við þögðum bæði um stund. »Þér báðuð mig að lýsa henni«, sagði eg í hálfum hljóðum — »Eg veit ekki hvað öðrum kann að sýnast, en svona lítur hún út fyrir mínum augum«. Það varð löng þögn, Barbara roðnaði ekki í þetta sinn, þvert á móti, hún var mikið fölari, en hún átti vanda til. Eg gat ekki gert mér grein fyrir, hvernig á því stóð, en eg fann á mér, að eg hafði sært hana með orðum mínum. Mér datt helzt í hug, að hún væri afbrýðisöm yfir fegurð annarar stúlku, og eg iðraðist eftir að hafa ekki leikið hræsnara og svarið þess dýran eið, að alt lægi í mínum eiginn bjánaskap, og að fegurð Nelly ætti eng- an þátt í því sem skeð hafði. — En nú þótti mér vænt um, að eg hafði ekki sagt henni, hver Cydaria var. Barbara rauf þögnina. Hún hló lítið eitt og mælti: »Aumingja Símon, ekki var undarlegt þótt þú f éllir í gildruna! — Já, það er víst, stúlkan er sjálfsagt nógu falleg.... En eigum við nú ekki að fara inn til hennar mömmu?« Meira talaði hún ekki við mig þann dag. VII. KAPITULI. Freistingcvr. Ef eg segði, að eg hefði hugsað um niikjð annað en að búa mig undir að sækja samkvæmi það, er konungur hafði boðið mér í, þá væri það synd á móti sannleikanum — og þar með rændi eg sögu þessa bezta kosti hennar. — Eg var ungur og metnaðargjarn, og alt fanst mér nú vera undir því komið, að mér lánaðist að koma mér áfram við hirðina. Meira að segja allir ástarharmar urðu að víkja fyrir þeirri hugsun, hvernig eg gæti búið mig sem allra bezt. — Fram- koma Barböru gagnvart mér réði og nokkru um metnað minn. Eg vildi sýna henní, að eg þyrfti ekki í neinu að standa hirðsnápunum að baki. Sem betur fór hafði eg efni á að kosta talsverðu til, og þjónninn minn, veslings Jónas, var alveg eins og á nálum yfir öllu því skrauti, hé- góma og veraldarprjáli, sem hann varð að vera mér hjálplegur með að útvega. — Eg kom að honum, þar sem hann sat og var að stauta í sálmabók hreintrúar- manna, berja sér á brjóst og horfa til himins, og þegar eg fór að ganga á hann, kom það upp úr kafinu, að hann var engu minni ofstækismaður í trúmálum en Phineas Tate sjálfur, og skoðun hans var sú, að öll konungshirðin og allir, sem þangað kæmu, væru um leið ofurseldir djöflinum. Hann var logandi hræddur um, að eg mundi nú einnig tefla sál sinni í voða, með því að skipa sér að fylgja mér þangað. Satt að segja voru það hyggindi mín, sem réðu, er eg gerði það ekki. Eg varð að kosta allmiklu til sjálfs mín vegna, og fanst nú of mikil útgjöld að fara að kaupa dýrindis einkennisbúning handa honum, svo að hann gæti litið sómasamlega út meðal annara þjóna. — Alt það skart, sem fyrir augun bar um kveldið, þegar eg kom til hirðarinnar, var miklu meira en nóg til þess að gera mig alveg ringlaðan. Það var alveg eins og alt skraut austurlanda væri þar saman- komið í búningum og skartgripum og gimsteinum. Hertoginn af Buckingham skein allur utan — en sá sem mesta eftirtekt vakti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.