Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 46
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR það í verkik »í öllu?« spurði Hudleston hvast — »í öllum hlutum, sir?« Hann hvesti á mig augun. Arlington þrýsti handlegg mínum og brosti vinalega. Hann var reyndur maður og vissi að mildi bind- ur betur en harka. »Auðvitað«, mælti hann, »mr. Dal segir í öllu. Hvers ættum vér þá að krefjast meira?« En hertoginn virtist öllu fremur vera á bandi prestsins en ráðherrans. Hann mælti: »Hvað er þetta lávarður minn ? Eg hefi aldrei heyrt mr. Hudleston spyrja neins, án þess að hafa ástæðu til þess«. »Þegar sagt er að einhver vilji þjóna konunginum í öllum hlutum, þá eiga sumir við, að þeir aðeins vilji þjóna honum í því, sem þeir sjálfir hafa ánægju af«, mælti Hudleston alvar- lega. »Eg spyr aðeins um, hvort mr. Dal sé einn meðal þeirra. Er það, hvað kon- ungurinn er ánægður með, eða hvað hann sjálfur er ánægður með, sem á að ráða takmörkunum fyrir skyldum hans og þjónustu?« Þeir horfðu nú allir á mig, og það var alveg eins og hirð-gríman hefði fallið af þeim eitt augnablik. Hér var al- vara á ferðum. Ef nokkuð var að marka útlit þeirra, þá vildu þeir láta mig gefa eitthvert bindandi heit. En eg gat ekki ráðið í hvað það væri, eða til hvers þeir ætluðu að nota það. En Darrell, sem stóð bak við prestinn, gaf mér merki með höfðinu og hnyklaði brýrnar óþolinmóð- lega. »Eg vil hlýða boðum konungsins í öllu —« byrjaði eg. — »Það er gott, það er gott!« hvíslaði Arlington. »Að undan- teknu því«, hélt eg áfram, og hugsaði um að það væri skylda mín að bæta því við, en datt ekki í hug að neinum gæti mislík- að það — »að undanteknu því sem stofn- að gæti réttindum og frelsi ríkisins eða hinni endurbættu trú í voða!« Eg fann að Arlington lávarður kiptist við og dró hendina að sér, en á næstu sekúndu lagði hann hana aftur á handlegg minn og brosti að minsta kosti eins blítt og á-- nægjulega og áður. En hertoginn, sem annaðhvort ekki gat dulið, eða ekki kærði ' sig um að dylja skapbrigði sín eins vel, varð mjög reiðulegur. — Hudleston hróp- aði óþolinmóðlega: »Undantekningar! Konungum verður aldrei þjónað með undantekningum og fyrirvara. Mér rann í skap. Hefði hertoginn sagt það samar mundi eg að líkindum hafa stilt mig og: svarað með því einu að hneigja mig. En hver gaf þessum presti vald til að ávarpa mig í slíkum tón? Reiðin bar varfærnina ofurliði, og um leið og eg hneigði mig lít- ið eitt fyrir honum, sagði eg: »Og þó’- verður sjálf kóróna Englands ekki borin af neinum nema með þessum fyrirvara — og konungurinn sjálfur leyfir hann«. Nokkrar sekúndur liðu án þess að neinn mælti orð. Arlington rauf þögnina: »Eg er hræddur um að mr. Dal, enn sem kom- ið er, sé síður góður hirðmaður en heið- arlegur maður«, mælti hann. Hertoginn stóð á fætur. »Eg fyrir mitt leyti hefi ekkert út á mr. Dal að setja«, sagði hann kalt og drembilega um leið og hann fór burtu, án þess að líta við mér. Hudleston leit illúðlega til mín og fór á eftir honum. — »Mr. Dal, mr. Dal!« hvíslaði Arling- ton, meira sagði hann ekki, en hann slepti handlegg mínum, brosti eins og áður og yfirgaf mig. Hann gaf Darrell bendinga um að koma líka. Darrell leit á mig og ypti öxlum með örvæntingarsvip um leið og hann fór. Eg var einn eftir og allar mínar glæsilegu vonir í rústum. Það var svo sem auðséð á öllu, að hirðlífið átti ekki við fyrir mig. Fullur af sorg og örvilnun fleygði eg mér niður á legubekkinn og lá þar litla hríð; þá var tjaldið öðru meginn snögg- lega dregið til hliðar og ánægjulegur hlátur hljómaði í eyra mér. Um leið og eg sneri mér við, stökk ungur maður yfi'r stól, sem var í vegi hans, fleygði sér á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.