Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 46
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR það í verkik »í öllu?« spurði Hudleston hvast — »í öllum hlutum, sir?« Hann hvesti á mig augun. Arlington þrýsti handlegg mínum og brosti vinalega. Hann var reyndur maður og vissi að mildi bind- ur betur en harka. »Auðvitað«, mælti hann, »mr. Dal segir í öllu. Hvers ættum vér þá að krefjast meira?« En hertoginn virtist öllu fremur vera á bandi prestsins en ráðherrans. Hann mælti: »Hvað er þetta lávarður minn ? Eg hefi aldrei heyrt mr. Hudleston spyrja neins, án þess að hafa ástæðu til þess«. »Þegar sagt er að einhver vilji þjóna konunginum í öllum hlutum, þá eiga sumir við, að þeir aðeins vilji þjóna honum í því, sem þeir sjálfir hafa ánægju af«, mælti Hudleston alvar- lega. »Eg spyr aðeins um, hvort mr. Dal sé einn meðal þeirra. Er það, hvað kon- ungurinn er ánægður með, eða hvað hann sjálfur er ánægður með, sem á að ráða takmörkunum fyrir skyldum hans og þjónustu?« Þeir horfðu nú allir á mig, og það var alveg eins og hirð-gríman hefði fallið af þeim eitt augnablik. Hér var al- vara á ferðum. Ef nokkuð var að marka útlit þeirra, þá vildu þeir láta mig gefa eitthvert bindandi heit. En eg gat ekki ráðið í hvað það væri, eða til hvers þeir ætluðu að nota það. En Darrell, sem stóð bak við prestinn, gaf mér merki með höfðinu og hnyklaði brýrnar óþolinmóð- lega. »Eg vil hlýða boðum konungsins í öllu —« byrjaði eg. — »Það er gott, það er gott!« hvíslaði Arlington. »Að undan- teknu því«, hélt eg áfram, og hugsaði um að það væri skylda mín að bæta því við, en datt ekki í hug að neinum gæti mislík- að það — »að undanteknu því sem stofn- að gæti réttindum og frelsi ríkisins eða hinni endurbættu trú í voða!« Eg fann að Arlington lávarður kiptist við og dró hendina að sér, en á næstu sekúndu lagði hann hana aftur á handlegg minn og brosti að minsta kosti eins blítt og á-- nægjulega og áður. En hertoginn, sem annaðhvort ekki gat dulið, eða ekki kærði ' sig um að dylja skapbrigði sín eins vel, varð mjög reiðulegur. — Hudleston hróp- aði óþolinmóðlega: »Undantekningar! Konungum verður aldrei þjónað með undantekningum og fyrirvara. Mér rann í skap. Hefði hertoginn sagt það samar mundi eg að líkindum hafa stilt mig og: svarað með því einu að hneigja mig. En hver gaf þessum presti vald til að ávarpa mig í slíkum tón? Reiðin bar varfærnina ofurliði, og um leið og eg hneigði mig lít- ið eitt fyrir honum, sagði eg: »Og þó’- verður sjálf kóróna Englands ekki borin af neinum nema með þessum fyrirvara — og konungurinn sjálfur leyfir hann«. Nokkrar sekúndur liðu án þess að neinn mælti orð. Arlington rauf þögnina: »Eg er hræddur um að mr. Dal, enn sem kom- ið er, sé síður góður hirðmaður en heið- arlegur maður«, mælti hann. Hertoginn stóð á fætur. »Eg fyrir mitt leyti hefi ekkert út á mr. Dal að setja«, sagði hann kalt og drembilega um leið og hann fór burtu, án þess að líta við mér. Hudleston leit illúðlega til mín og fór á eftir honum. — »Mr. Dal, mr. Dal!« hvíslaði Arling- ton, meira sagði hann ekki, en hann slepti handlegg mínum, brosti eins og áður og yfirgaf mig. Hann gaf Darrell bendinga um að koma líka. Darrell leit á mig og ypti öxlum með örvæntingarsvip um leið og hann fór. Eg var einn eftir og allar mínar glæsilegu vonir í rústum. Það var svo sem auðséð á öllu, að hirðlífið átti ekki við fyrir mig. Fullur af sorg og örvilnun fleygði eg mér niður á legubekkinn og lá þar litla hríð; þá var tjaldið öðru meginn snögg- lega dregið til hliðar og ánægjulegur hlátur hljómaði í eyra mér. Um leið og eg sneri mér við, stökk ungur maður yfi'r stól, sem var í vegi hans, fleygði sér á

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.