Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 47
SÍMON DAL 3Q tegubekkinn við hliðina á mér og hló bæði lengi og hjartanlega. — »Þetta var svei niér vel af sér vikið!« hrópaði hann, þeg- ar hann náði andanum. »Eg vildi gefa þúsund krónur til þess að hafa getað séð framan í karlana!« Eg stökk upp hissa og vandræðalegur, því nú þekti eg að þessi ungi maður var enginn annar en hertog- inn af Monmouth. »Sitjið þér maður!« sagði hann og kipti mér niður á legubekk- inn aftur. — »Eg stóð á bak við tjaldið •og heyrði alt saman. Guð veri lofaður að «g gat haldið niðri í mér hlátrinum þang- að til þeir voru farnir. — Réttindi og frelsi ríkisins og hin endurbætta trú! Þetta er saga, sem konungurinn þarf að fá að heyra — honum verður skemt!« »f Guðs bænum, yðar hágöfgi«, hrópaði eg í -örvæntingarróm; »þér megið ekki segja konungi frá þessu! Eg er nú þegar eyði- Jagður maður!« »Já, það eruð þér í aug- um míns ágæta föðurbróður. — Þér eruð iýr maður hérna við hirðina, mr. Dal!« »Já, sorglega nýr«, svaraði eg aumkunar- lega, og hann veltist enn einu sinni um af hlátri. — »Þér hafið auðvitað ekki heyrt þær hneykslissögur um hertogann, föður- bróður minn, sem segja, að hann unni ensku kirkjunni ekkert heitara en rétt- indum og frelsi ríkisins?« spurði hann svo. »Nei, það segi eg satt!« svaraði eg. »Og Aiiington lávarður«, hélt Monmouth -áfram — »jú, jú, eg þekki hann — hann hélt í hönd yðar til þess síðasta — og svo brosti hann til þess síðasta — gerði hann Það ekki?« »Vissulega, sir, lávarðurinn sýndi mér mikla vinsemd«. »0, eg þekki •aðferðir hans. — Mr. Dal, þetta var svo "vel af sér vikið, að eg héðan af vil kalla yður vin minn. Við skulum nú fara til ¦konungsins með söguna!« Hann spratt UPP og dró mig með sér. »Yðar hágöfgi verður að afsaka mig...« byrjaði eg. »Nei, sannarlega vil eg ekki!« hló hann. En svo v&rt hann alvarlegur á svipinn: »Eg stend einnig á réttinum og frelsi ríkisins og öryggi hinnar endurbættu trúar. — Erum við þá ekki vinir?« »Yðar hágöfgi gerir mér altof mikinn heiður«, svaraði eg. »Haldið þér ekki að gott geti verið að eiga mig í vinar stað? Eg er þó elzti son- ur konungsins«. Hann rétti úr sér með þeim yndisleika og tignarsvip, sem fór honum svo forkunnar vel. — Oft þegar eg nú á seinni árum hugsa um hann, þá stendur hann mér fyrir hugskotssjónum eins og hann var þá, og mér hlýnar um hjartaræturnar. — Hvað sem um hann er hægt að segja, þá er það samt víst, að viðmót hans kom mörgum til að uflna honum hugástum og margir hefðu gengið í dauðann fyrir hann, þótt þeir hefðu ekki viljað hreyfa minsta fingur fyrir föður hans eða föðurbróður. í næsta augnabliki varð eg honum þó sárgramur: Á leið okkar mættum við Barböru Quinton við hönd Carfords lá- varðar. ósamlyndið á milli þeirra virtist nú á enda, því þau voru í fjörugri sam- ræðu og skemtu sér auðsjáanlega vel. Þegar hertoginn kom auga á hana, yfirgaf hann mig og hljóp til móts við hana. Hann ýtti Carford blátt áfram til hliðar og tók nú að hrósa fegurð hennar og framkomu í orðum, sem frekar sýndu hrifningu hans en virðingu fyrir henni. Með mig hafði hún farið, eins og væri eg drenghnokki, en hún lét hann ekki á sér skilja, hversu unggæðislegur hann væri, og var hann þó yngri en eg. — Þvert á móti, mér virtist hún hlusta á hann með roða í kinnum og tindrandi augum. Mér varð litið á Carford og undraðist mjög, að sjá hann öldungis rólegan. Hann hlustaði á orð hertogans með undirgefnisbrosi og var að öðru leyti eins og honum væri dill- að. En eg átti bágt með að stilla mig um að fara til hennar og biðja hana að gæta sín í þessum hættulega leik, sem gat end~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.