Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Síða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Síða 48
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að sorglega fyrir hana, þótt hann nú væri saklaus. Eftir litla stund sneri hertoginn sér við og kallaði til mín: »Mr. Dal, það vantaði aðeins einn hlekk í keðju þá, er bindur vináttu okkar, og sá hlekkur er nú fund- inn: Eg heyri nú, að mistress Quinton er vinur yðar — og eg er hennar allra auð- mjúkasti þjónn, og vil gera alt sem 1 mínu valdi stendur til þess að þóknast vinum hennar — alt hennar vegnak »Hvað mundi yðar hágjöfgi svo sem vilja gera mín vegna?« spurði Barbara. »0, hvað mundi eg ekki vilja gera!« hrópaði hann, en bætti svo við lægra og með á- kefð: »En eg er hræddur um að þér séuð altof miskunnarlausar til þess að vilja gera nokkuð mín vegna«. »Yðar vegna hlusta eg á þær meiningarlausustu ræður sem hugsast geta«, svaraði Barbara og brosti gletnislega. »Er ástin þá meining- arlaus?« spurði hann. »Eru ástríðurnar aðeins til þess að hlægja að, mistress Barbara?« »Vill ekki yðar hágöfgi segja það í ljóðum«, sagði hún. »Yndisleikur yðar ritar það í ljóðum á hjarta mitt!« svaraði hann. Barbara leit við þessi orð á mig — það gat verið af hendingu, en virtist þó naum- ast vera það — og hún hló hjartanlega. Það þurfti enga sérlega skarpskygni til að skilja þann hlátur, og mér dettur ekki í hug að ásaka hana fyrir það: Árum sam- an var hún búin að bíða eftir að geta hefnt sín fyrir kossinn, sem eg gaf Cy- dariu í lystiskóginum við Hachtstead — og gat hefndin verið öllu áhrifameiri ? Eg stóð auðmjúkur og neyddur til að þegja á meðan hálf hirðin horfði á að hertog- inn biðlaði til hylli hennar. — Eg hefi aldrei haft neina tilhneigingu til að gera sjálfan mig að ræfli, úr því að náttúran hefir ekki gert mig það, svo eg mætti augnaráði hennar og reyndi að svara með mínu: Hlæ þú, inndæla ungfrú — hlæðu- Stúlkan, sem eg ann, hlær að þér! Hertoginn hélt ræðu sinni við Barböru áfram á sama hátt, og Carford hlustaði stöðugt á með sama undirgefnisbrosinu. Mér fanst það allmerkileg framkoma hjá sjálfum biðli stúlkunnax-, séi’staklega, þar sem eg nú líka sá að Bai’böi’u fór að verða meii’a en nóg boðið. Hún litaðist um, og er hún sá hvei’su margir horfðu á þau, blóðroðnaði hún. Monmouth þar á móti kæi’ði sig ekkert um það. Eg gerði mig svo djarfan að eg færði mig að hlið Car- fords og hvíslaði að honurn: »Lávarðuv rninn, sjáið þér ekki að hans hágöfgi er að gera mistress Quinton að undi’um fyr- ir alh'a augum? Gætuð þér ekki stilt svo til að hann léti hana nú vera?« Hann starði á mig og undii’gefnisbrosið breytt- ist í undrunarbi’os, en það var eitthvað það í svip mínum, sem lét bros hans hvex’fa og gerði hann reiðilegan í staðinn. »Þykist þér enn einu sinni þurfa að minna mig á, hvernig mér beri að hegða mér?« spux’ði hann — »eða dettur yður í hug, að nokkur maður fari að gi’ípa fram í, þegar pi’inz á í hlut?« »Prinz?« sagði eg. »Já, hertoginn af Monmouth er...«. »Elzti sonur konungsins«, greip eg fram í; og með hattinn í hendinni gekk eg til Barböru og hei’togans. Hún hoi*fði í augu mín, þegar eg kom. Nú var alt háð, alt sigui’hrós horfið úr augnaráði hennar. Það hrópaði um hjálp. »Yðar hágöfgi má ekki gleyma, að þér voruð búnir að lofa mér að ná fundi kon- ungs«, mælti eg. Hann hrökk saman, leit á mig og hleypti brúnum, leit svo á Bar- böru og hnyklarnir í brúnum hans uxu. Eg stóð eins og í dýpstu auðmýkt. Hann vissi auðsjáanlega ekki, hvað hann ætti að halda um mig, hvort eg hefði talað af hreinni einfeldni og heimsku, eða af hugsun, sem var svo djörf, að hann gat ekki tekið hana trúanlega. Svo hló hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.