Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 49
SÍMON DAL 41 hálf vandræðalega. En Barbara notaði sér augnablikið til að hneigja sig djúpt fyrir honum og skjótast burtu. Hann fór ekki á eftir henni, en tók í handlegginn á ffiér og horfði beint framan í mig. Sem betur fer eru andlitsdrættir mínir altaf nokkuð stífir, og karlmaður gat ekki, úr því, sem nú var komið, fengið mig til að roðna. Rannsókn hans varð árangurslaus. »Þér trufluðuð mig!« mælti hann að lok- um. »Æ, yðar hágöfgi«, svaraði eg, »þér vitið hversu illa eg er að mér í hirðsiðun- um og hve dauðans einfaldur..« »Ein- faldur!« greip hann fram í. »Já, það er satt, þér eruð ofboð einfaldur, á því er enginn vafi. — En eg fer nú samt að halda að þér munið þekkja fallegt andlit frá ljótu, þegar þér sjáið það, Símon Dal. — Nú, eg skal ekki ásaka yður fyrir það. • •. Er hún ekki sú girnilegasta stúlka sem fæðst hefir?« »Eg gæti hugsað mér, að Carford lávarði fyndist það«, svaraði eg. »0, er það Carford lávarður eða þér, Sí- mon, sem rekur mig af stað, til þess að finna konunginn? Hverju viljið þér svara þeirri spurningu ?« »Eg er svo heillaður af allri þeirri kvenlegu fegurð, sem fyrir augun ber hér við hirð hans Hátignar, að eg get ekki gert mér grein fyrir fegurð neinnar einstakrar«, svaraði eg. Hann hló aftur, kleip mig í handlegginn og mælti: »Er það ekki undarlegt að vér allir skul- um elska mest þá eiginlegleika hjá öðr- um, sem vér höfum minst af sjálfir: Her- toginn af York elskar sannleikann, Kon- ungurinn elskar hreinleika í siðum, Buck- ingham yfirlætisleysi, Rochester hævesku, Arlington hreinskilni og eg sjálfur, Sí- *non, eg elska varkárni í orðum og þag- mælsku mest af öllu«. »Eg er hræddur um að eg geti ekki hrósað mér af miklu í peim efnum«, svaraði eg. »Þér skuluð ekki hrósa yður af neinu, en sýna þess ^eira, Símon. — Nú skulum við koma — Parna er konungurinn«. Hann flýtti sér af stað og virtist nú vera hæstánægður bæði með sjálfan sig og mig. Mér varð ekki svo greitt að fylgja honum, því allir viku úr vegi fyrir honum, en ekki fyrir mér, svo þegar eg að lokum stóð við hlið hans frammi fyrir sæti konungs, var hann búinn að segja meira en helming sögunnar um viðskifti mín við hertogann, Eg hafði því ekkert tækifæri til að fá hann til að hætta við það. »Nú er eg vissulega dæmdur og fordæmdur«, hugs- aði eg með mér. En eg beit á jaxlinn og hlustaði á, án þess að láta mér bregða. Konungur var einn með okkur þessa stundina. Hann klappaði við og við lang- eyrðum hundi, sem lá í kjöltu hans, og hlustaði á sögu sonar síns, án þess á hon- um sæist, hvort hann tók eftir eða ekki. Þegar Monmouth hafði lokið máli sínu, leit hann upp og lét augun hvíla á mér. »Hver eru þessi réttindi, sem yður era svo dýrmæt?« spurði hann. — Tunga mín hafði nú bakað mér nóg óþægindi þetta kveld, fanst mér, svo eg ásetti raér að gæta hennar betur og vera mýkri í máli: »Þau hin sömu, sem Yðar Hátign verndar og heldur í heiðrk, svaraði eg og hneigði mig djúpt. Monmouth hló og klappaði mér á bakið. »0g sú endurbætta trú, sem þér setjið hærra en hlýðni við mig?« hélt konungur yfirheyrslu sinni áfram alvar- legur í bragði. »Sú hin sama trú, sem Yð- ar Hátign verndar....« »Rétt, Símon Dal«, mælti hann fremur stygglega, ef þér, þegar þér rædduð við bróður minn, hefðuð hagað orðum yðar eins vel og þér gerið nú við mig, þá mundi hann varla hafa reiðst yður. Eg veit ekki hvað kom yfir mig, en mér fanst í einfeldni minni að eg endilega þyrfti að segja eitthvað mér til varnar og málsbóta, til þess að sýna, að ætlun mín hefði ekki verið sú að móðga hertogann, en orðin komu fremur óheppilega út úr 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.