Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 50
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR mér, því að eg sagði: »Þegar hans kon- unglega tign, hertoginn, spurði mig, varð eg að segja sannleikann, Sir«. Monmouth fór að skellihlægja, og konungur gerði slíkt hið sama, þótt hann hlægi naumast eins dátt, var samt auðséð, að honum var engu minna skemt. Þegar hann gat stöðv- að hláturinn, mælti hann: »Rétt, alveg rétt, Símoii Dal. — Eg er konungurinn, og enginn maður er því skyldugur til að segja mér sannleikann — já, og Guð veit, eg heldur ekki nokkrum manni!« »Né heldui’ konu«, bætti sonur hans við. Hann horfði upp í loftið og lézt vera annai's hugar. »Nei, ekki heldur, drengur minn«, sagði konungur og leit hýrlega til sonar síns. — »Jæja, Símon Dal, getið þér þjónað mér og samvizku yðar jafn- framt?« »Eg efast ekkert um það, Yðar Hátign«, svaraði eg. »Konungurinn ætti að vera samvizka þess manns, er þjónar honum«, mælti konungur. »Og hver ætti að vera samvizka konungsins, Sir?« spurði Monmouth. »Alt það illa, sem hann kemur af stað í heiminum, ef hann gætir sín ekki, Jakob«, svaraði konungur. Mon- mouth skildi að skeytinu var beint til hans, en hann tók því með að beygja sig og kyssa hönd föður síns. »Það er erfitt, Símon, að þjóna tveimur herrum«, sagði konungur og sneri sér aftur að mér. »Eg þjóna engum herra öðrum en Yðar Há- tign...« byrjaði eg, en hann hélt áfram, og var auðséð að honum var skemt undii' niðri: »Mér hefði nú samt þótt gaman að sjá andlitið á honum bróður mínum!« »Látið þér Símon þjóna mér, Sir, því eg elska bæði þessi réttindi og hina endur- bættu trú!« hrópaði Monmouth. »Eg skil, Jakob, eg skil!« konungur brosti illkvitn- islega og kinkaði kolli, »en samt finst mér nú sorglegt, Jakob, að heyra þig tala svona, alveg eins og hann bróðir minn væri ekki til«. Monmouth roðnaði og kon- ungur skelti upp úr og hló. Svo fór hann aftur að klappa hundinum. »Yðar Hátign leyfir þá, að mr. Símon Dal komi með mér til Dover?« Hjai’tað hoppaði bókstaflega í mér við að heyra þessi orð. Allir töluðu um Dover og ekkert annað þessa dagana. Allir vissu, að konungurinn og hertog- arnir ætluðu að fara þangað til þess að taka á móti Madame d’Orléans. Auðvitað langaði mig til að fara með þeim, en hafði nú orðið enga von um það, því sú von að Darrell með hjálp ráðherranna gæti kom- ið því til leiðar, var að engu orðin. Eg fann til ákafrar gleði og reyndi að lesa svar konungs út úr svip hans. Það leit út fyrir að honum einhverra hluta vegna væri mjög skemt, en vildi ekki láta á því bera, hann hló ekki hátt og hispurslaust eins og hann hafði gert, en reyndi af fremsta megni að dylja bros sitt. Hann laut niður yfir hundinn og svaraði ekki um stund. Þegar hann leit upp, var enn- þá eins og dálítill skuggi af kátínubrosi á vörum hans. »Já, hvers vegna ekki? Mr. Dal getur þjónað þér og mér og skoðun- um sjálfs sín alt eins vel í Dover eins og hérna í Lundúnum«. Eg féll á kné og kysti hönd hans fyrir þessa náð og hylli, sem hann auðsýndi mér. Hið sama gerði eg við Monmouth, sem tók þakklætis- kveðju minni með auðsjáanlegri ánægju. Um leið og eg stóð á fætur aftur, leit kou- ungur frá einum okkar til annars og brosti góðlátlegu þunglyndisbrosi. »Farið þið nú, drengir mínir«, mælti hann á sama hátt og fullorðnir menn tala við skóladrengi. »Þið eruð báðir fífl, og Jak- ob er auk þess tæplega í meðallagi vel siðaður. Fyrir ykkur er hver líðaridi stund tilbreyting og hver stelpa er engill í ykkar augum. — Látið eins og ykkur lystir — og Guð fyrirgefi syndir ykkar!« Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og brosti aftur góðlátlega og þreytulega. »Guð varðveiti Yðar Hátign!« sagði eg og féll aftur á kné. »Já, Guð er almáttug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.