Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 53
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 45 ■'skýra frá lífi sínu og athöfnum í þrengri skilningi. En hann er áreiðanlega maður, sem hefir haft bæði augu og eyru opin, og hefir viljað lýsa því merkilega og ein- kennilega sem hann hefir tekið eftir eða heyrt. Sagan hefir því talsvert marga þætti um ýmsa menn, — sérstaklega sterka menn bæði í ytri og innri skilningi — sjósóknara, hetjur í hinu daglega erfiði og stríði við náttúruöflin. — Sumir þess- ir menn, sem myndum er brugðið upp af, verða lesandanum hjartfólgnir og ó- gleymanlegir. — öll gefur sagan sérlega glögga og skýra mynd af lífinu við Breiðafjörð og á Breiðafjarðareyjum og af öllum hugsunarliætti þar á dögum höf- undarins — það eitt út af fyrir sig er nægilegt til að gefa henni vei’ðmæti. Það yrði of langt mál að rekja efni bókarinnar hér í einstökum atriðum, enda óþarft. — Bókin er fráleitt galla- laus, en kostirnir virðast þó vera yfir- gnæfandi, að minsta kosti fyrir þá, sem kunna að meta þá — og hún er, þegar á alt er litið, frísk og hiæssandi, stei’k og eggjandi, þar kveður við orustugleði og áragnýr úr þúsund ára baráttu íslenzkra fiskimanna við Ægi. Það er hressandi sjávai’selta úr brimlöðrinu milli Breiða- fjarðax-eyja í hverjum kafla. Það, sem út er komið af sögunni, er aðeins fyrripartur hennar, en óhætt er að fullyrða, að síðari hlutinn, sá sem í vændum ei’, sé beint áfi’amhald. Hefir hann að geyma ýmsa mei’ka viðburði frá síðai’i árum höfundarins, þ. á. m. Eng- landsfei’ð hans, er enskur togari flutti hann til Englands. G-ríma. Þjóðsögusafn Odds Björnssonw. í meira en fjói’ðung aldar hefir Oddur Sjörnsson pi’entsmiðjueigandi safnað bjóðsögum, og eins og nærri má geta er það orðið all álitlegt safn. Árið 1908 gaf hann út all stói’t bindi af safni sínu, var það um 360 bls. að stærð og fjölbreytt að efni. Hinn góðkunni rit- höfundur og fi’æðimaður, síra Jónas Jón- asson, bjó þetta bindi undir prentun. — Síðan hefir útgáfan þessa mikla safns legið niðri þangað til nú í haust, að Þor- steinn M. Jónsson bóksali hóf hana á ný. Þetta nýja safn, sem nú er byi’jað að koma út, nefnist »Gríma« — er það eins og fyrra safnið mjög fjölbreytt og birt- ast hér margar góðar þjóðsögur og sögu- sagnir í fyi’sta sinn, og er bjargað frá glötun. — Sonur síra Jónasai’, Jónas Rafnar læknir, heldur starfi föður síns áfram og býr þetta nýja safn undir prentun. Er J. R. smekkmaður á íslenzka tungu og safninu því vel borgið í höndum hans. Nú eru komin tvö hefti af safninu, um 80 bls. hvoi’t, — alls eiga að vei’a 5 slík hefti í hverju bindi. — Verður ekki ann- að sagt en að þau séu góð. Af hinum einstöku sögum skal helzt vakin eftirtekt á tilberasögunni í fyrsta hefti. Er hún einhver greinilegasta til- berasaga, sem til er, og verðmæt að því leyti, að hún lýsir tilbei’ati’únni á sér- stakan hátt. Þá má og í þessu hefti nefna »Hamfai’arsaga Ásrúnar finsku«, »Töfra- pilsið«, »Hjónagrasið« o. fl., sem allar lýsa hver sínum þætti af þjóðtrúnni. — f síðai’a heftinu er sérstök ástæða til að dvelja við 4 fyrstu sögui’nar — og eink- um þó »sögu Þorgeirs Þoi’móðssonai’«, — er kjarai hennar sennilega frá þeim öld- um, er sjóræningjar sveimuðu á höfun- um, eins og íslenzka þjóðin stundum fékk að kenna á. Sem eðlilegt var, var óttinn mikill við slíka vágesti, en um leið settu þeir ímyndunaraflið á hreyfingu. — Allar sögurnar í báðum heftunum hafa gildi sem þjóðsögur, jafnvel þótt sumar að líkindum séu »færðar í stílinn« af Baldvin Jónatanssyni, af sögum þeim, sem hann hefir fært í letur. F. Á. B.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.