Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 55

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 55
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 47 meðal ungra stúlkna og stásskvenna. En hvort þær eru aldauða eða ekki, þorir sá, er þetta ritar, ekkert að fullyrða um, til þess vantar hann þekkingu. Eftirfarandi »sannar sögur« sýna þó að klukkurnar haldast í góðu gengi sum- staðar í útlöndum. Danskt blað skýrði fyrir nokkru frá, að járnbrautarbær einn lítill norðarlega í Jótlandi hafði fyrir skömmu fengið sinn fyrsta lögregluþjón; var það ungur mað- ur og mjög árvakur í þjónustu sinni, gekk hann um götur bæjarins bæði ár og síð og hafði auga á hverjum fingri. Enginn, sem vanrækti að hafa klukku á hjólinu sínu, eða sem hjólaði ljóslaust eftir að farið var að skyggja, komst hjá sektum, til þess nú ekki að tala um þá syndara, sem féllu í þá freistni, að hjóla með ein- hverja blómarósina fyrir framan sig — eins og stundum vill brenna við, þar sem eftirlitið er lélegt. — Bílaumferðin var fremur lítil og önnur lögbrot all fátíð, svo lögregluþjónninn gat beint athygli sinni sama sem óskiftri að hjólreiðamönnum. Einhverju sinni bar svo til, að heima- sæta nokkur, ung og vel vaxin, frá ein- hverjum bóndagarðinum í nágrenninu kom hjólandi til bæjarins. En er hún sveiflaði sér fyrir götuhorn og inn á að- •algötuna, mætti hún verði laganna í bæn- um, sem undireins sá í hverju farartæki hennar var ábótavant, svo að það ekki var lögum samkvæmt. »Þú ert klukkulaus!« hrópaði hann með þrumuraust og greip í hjólið, svo að stúlk- -an varð að flýta sér að stökkva af. »Hvað? — Er eg khikkulaus?« spurði hún móðguð, og um leið lyfti hún kjóln- um svo hátt, að hún gat sýnt honum mest- hluta alveg flunkunýrrar prjóna- klukku. Vörður laganna roðnaði og leit niður ^yrir sig — og stúlkan borgaði enga sekt. Annað blað segir eftirfarandi sögu: Hjón nokkur gengu einhverju sinni í leikhúsið, og áður en langt leið voru þau bæði orðin svo heilluð af leiknum, að þau vissu hvorki í þennan heim né annan. í þessari leiðslu tók maðurinn þó eftir því, að rauður bandendi hafði einhvernveginn slæðst á aðra buxnaskálmina hans neðai- lega. Hann laut niður og tók endann upp, en hann var lengri, en hann hafði búist við, og í einhverri rælni fór hann að vefja honum upp á fingur sér, þetta varð svo að dálítilli hönk, sem hann hugsunarlaust braut saman og fór að vinda upp á, og bráðum var þetta orðið að bandhnykli sem altaf stækkaði. Það stóðst alveg á endum, að þegar leikurinn var úti, var bandendinn upp undinn. Hugsunarlaust tróð maðurinn hnyklin- um í vasa sinn, tók handlegg konu sinnar, sem var staðin á fætur, og hjálpaði henni út. Nú bar ekkert frekara til tíðinda fyr en þau voru komin heim og farin að hátta. En þá hrópar konan alt í einu upp yfir sig: »Guð minn góður! Eg fór í nýju klukk- una mína, sem eg lauk við í gær, áður en eg fór í leikhúsið áðan — og hugsaðu þér elskan mín, eg er búin að týna henni!« Þá var eins og maðurinn vaknaði af svefni. »Þetta skyldi þó aldrei vera klukk- an þín, heillin mín?« mælti hann brosandi og rétti henni rauðan bandhnykil, sem hann tók upp úr vasa sínum. — Konan prjónaði sér klukku úr bandinu aftur. En hún veit ekki enn, hvernig á því stendur, að sú fyrri varð að band- lmykli og komst í vasa manns hennar í leikhúsinu. Honum hefir fundist ráðlegast að þegja yfir því — við hana. Hnittin svör. Einu sinni hittust þeir Skýlu-Jónas og Jóhannes blápungur. Jónas horfir um stund framan í Jóhannes, þar til hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.