Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 56
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR segir: »Nú sé eg hversvegna þú ert kall- aður blápungur«. »Þar féll skýlan frá augum þínum«, svaraði Jóhannes. Jón lifandi og Einar stopp hittust eitt sinn. Þá segir Einar: »Enn þá ertu lifandi, Jón minn«. »Ó, já! Dauðinn hefir ekki sagt stopp enn þá«, svaraði Jón. »Þú kant víst að spóla, Gvendur«, sagði Sigurður vinnukona við Guðmund spólu- rokk. »Betur en nokkur vinnukona«, svaraði Guðmundur. Einu sinni mættust þeir Jón mæða og Hrúta-Jón á förnum vegi í hita sólskini. Þá segir Jón mæða: »Þú ert farinn að svitna undir hrútunum þínum, Jón«. »Það er von að menn mæðist í þessum hita«, svaraði Hrúta-Jón. »Hrellir þú enn þá djöflana, Jóhannes minn«, sagði Einar bóla við Jóhannes djöflahrellir. »Það er sjálfsagt«, svaraði Jóhannes, »eða sérðu nokkuð bóla á þeim, Einar minn ?« Ræbustúfur. Einu sinni var hjálpræðishermaður að vitna á samkomu og komst þannig að orði í ræðunni: »Jesús minn, eg þakka þér fyrir það, að eg er kominn í herinn og skal nú aldrei láta Drottinn minn hræra í mér framar og hvernig, sem heimurinn hamast, skal eg aldrei úr honum fara«. Mismæli. Maður var beðinn að fylgja presti, en veður var ilt og tók maðurinn beiðninni heldur stirðlega og segir: »Mér dettur ekki í hug að fylgja and- skotans prestinum á blessuðum hestinumF nema í tvísýnu veðri«. Karl einn, sem Einar hét og átti heima ¦ í Hleiðargarði í Eyjafirði sagði eitt vor: »Það er farið að gróa talsvert; eg sé það svo glöggt, að grjótið er farið afr grænka í kringum steinana hérna í skrið— unum«. Maður nokkur sagði: »í dag heyrði eg spilað á barómeter«. »Ætli að það hafi ekki heldur verift orgel«, sagði einhver viðstaddur«. »ó, nei, láttu mig nú þekkja hljóðfærk. Einu sinni sagði maður við kunningja sinn: »Ertu nú mjög skuldugur«. »Eg er kominn í alveg óhengjandi. skuldir«, svaraði hinn. Sami maður sagði eitt sinn í hraðinda- tíð: »Hann linar ekki þessari helju, nema með frosti«. »Jóhanna mín, taktu staupið úr flösk- unni og heltu brennivíni í tappann handa gestinum«, sagði karl einn við konu sína. Hann ætlaði að gefa manni brennivín. Sami maður sagði eitt sinn við kunn- ingja sinn: »Eg sendi hann Jóa minn í kaupstað eftir einni baunaskeppu af baunum og Möller gerði það f yrir hálft orð, og er eg þó alveg hissa ofaní þvílíka skuld. En það er ekki þar fyrir, honum er ekki mætara að lána mér en öðrum á meðan eg stend í skilum«. Prentsmiðja Odds Björnssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.