Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 27
STAKSTEINAR
119
livarf af þeim slóðum. Guðrún gamla, ör-
vasa kerlingin, hoppaði í sæti sínu og
~varð að orði:
»Sá var nú fyrir sig, þegar hann var
strákur«.
Guðmundur sat hjá Jóni inni í litla
húsinu og virti hann fyrir sér; hann
kannaðist vel við svipinn undir skeggi og
loðnum brúnum, en gráblá augun, sem
áður leiftruðu af fjöri, voru nú orðin
þunglyndisleg og starandi, kinnarnar blá-
rauðar eftir barning hríðarinnar.
»Þér á eg líf mitt að launa«, sagði Jón
•«g horfði alvarlega á Guðmund.
»Eg held öllu fremur honum Glóa og
honum Grána«, svaraði Guðmundur, »því
að ekki hefði eg komið auga á þig, ef
.hundurinn hefði ekki haft veður af þér,
•og ekki hefði eg getað komið þér heim, ef
klárinn hefði ekki verið við hendina. —
Hvernig stendur annars á ferðum þín-
um?«
»Það er nú komið svo fyrir mér, að eg
. á eiginlega hvergi heima. Eg kem austan
af Seyðisfirði og á að heita svo, að eg sé
í bóksöluferð; — taskan er full af bók-
um. Eg sé það nú, að það var mesta
flónska af mér að leggja á heiðina í
morgun, alókunnugur, eiga von á vondri
færð, eins og líka reyndist og vera orðinn
eins stirður til gangs og slitinn, eins og
eg er, því að nú er munur á mér eða var,
þegar við þekktumst á yngri árunum.
Svo var það ætlunin að heimsækja syst-
kini mín í Voginum og vera hjá þeim um
hátíðina, hvað sem svo verður um mig«.
Una kom inn á gólfið.
»Ertu nú að hressast? Er nokkuð hægt
að gera fyrir þig meira?«
»Þú ert búin að blása lifandi anda í
mig aftur, kona góð. Má eg taka í hend-
ina á þér? Mér datt í hug erindi, þegar
þú varst að lífga mig við; það er svona:
Hitnar blóð og hýrnar önd,
hér má þakkir vanda,
þegar hjúkrar þýðleg hönd
þreyttum vegfaranda«.
Una nam vísuna og þótti mikið til
koma. Skáld hafði hún aldrei hýst fyr!
»Mér lízt svo á, að þú munir vera vel
kvæntur«, mælti Jón, þegar Una var far-
in.
»Já, það er eg«, svaraði Guðmundur af
sannfæringu.
»Það er gleðilegt. — Ekki geta allir
sagt það. Eg hef líka verið kvæntur, en
ekki sótti eg neina hamingju í hjóna-
bandið. Eg á konu, sem ekki vill við mig
kannast og eg á tvö börn, sem aðeins í
orði kannast við mig sem föður sinn«.
Guðmundur horfði meðaumkunaraug-
um á Jón.
»Það er engin von á öðru en að þú sért
forviða«, hélt Jón áfram; »en þú manst,
hvernig eg var, og allt munu þetta vera
sjálfskaparvíti. -— Að stökkva i ráðleysu
að heiman, flækjast við sjómennsku og
verzlun, fara á búnaðarskóla, síðan í
siglingar og seinast í heilagt hjónaband
— og hafa engan leiðtoga í því flangri
nema sitt eigið óstöðuglyndi og svo Bakk-
us, — það kann engri góðri lukku að
stýra. Eg hef líka orðið að gjalda breysk-
leikans í fullum mæli og nú kem eg til
þín eins og aflóa hýðarjálkur, með synda-
bagga heillar æfi á baki«.
Jón hló með vörunum, en alvöruþung-
inn talaði út úr augunum.
»Vertu velkominn til mín, Jón«, svar-
aði Guðmundur, »og eg vona að þú verð-
ir hjá mér um jólin; það er ekki of löng
hvíld eftir þessa erfiðu ferð«.
»Þú segir vel um það, vinur, — og það
er vandi vel boðnu að neita«.
Þegar leið að háttatíma, bauð Guð-
mundur góða nótt.
Morguninn eftir var Jón dável hress og