Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 57

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 57
Til húsfreyjunnar! Fjárhagsleg afkoma heimilanna veltur aö miklu leyti á hyggindum húsmóður- innar. Það er hún, sem jafnaðarlega ákveður, hvaða vörur eru- keyptar til heimilis- ins, og hvar þær eru keyptar. Vegna þess er það sérstaklega nauðsynlegt fyrir húsmóðurina, að hafa vel vakandi auga á öllu nýju, sem býðst, athuga það, og reyna hvoi-t ekki er betra og ódýrara en það, sem áður hefir fengist. — Því spar- aður eyrir er græddur. — --------»-T----- Smjörlíkisnotkun fer stöðugt vaxandi, en með vaxandi notkun ríður á að vanda enn betur en áður val á vörunni. Þegar þér veljið smjörlíki handa heimili yðar, þá þurfið þér að sannfæra yður um, að það hafi eftirtalda kosti: 1. Sé vel feitt, svo lítíð þurfi af því, sé Ijúffengt, mjúkt og næringarmikið, og sem líkast smjöri að bragði. 2. Sé gott tíl að steikja i því kjöt, fisk, og hvað sem er. 3. Sé gott til notkunar við brauða- og kökugerð. Allir smjörlíkisframleiðendur geta búið til smjörlíki, sem er magurt og bragð- laust, en slík vara er óheppileg fyrir húsreikninginn, því hún er ódrjúg. Vandinn við að búa til gott smjörlíki er að hafa það sem allra feitast (næring- armest) og mýkst, án þess þó að beri á viðsmjörsbragði. Þetta tekst aðeins í góðum húsakynnum, með bestu véíum og nákvæmri vinnu sérfróðra manna. FLÓRA er búin til í fullkomnustu smjörlikisveiiísmiðju landsins, bæði hvað áhöld og húsrúm snertir, þessvegna er hægt að viðhafa við framleiðsluna hið fullkomnasta hreinlæti, og þess vegna er geymsluþol »Flóra«-smjörlíkis mikið. FLÓRA er búin til úr fyrsta flokks hráefnum og fyrir tilbúningnum stendur sérfræðingur, sem um f jölda ára hefir unnið við stærstu smjörlíkisverksmiðjur erlendis. Vegna alls þessa er það, að: FLó R A er frábær sem viðbit. FLÓRA er afbragð til að steikja í og FLÓRA er ágæt til bökunar. Reynið »FLÓRA« og þér munuð sannfærast um ofantalda kosti. FLóRA er seld í Kjötbúðinni, Brauðbúðinni, Hafnarsti’æti 23 og öllum vel birgum matsöluverzlunum í bænum. Ennfremur verður það til sölu í kaupfélögum og verzlunum hvar sem er á landinu. AKUREYRI

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.