Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 4
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ekkert væri, og gefið sig fram. Það var heimóttarháttur. Orðin, eins og þau voru sögð, voru þó sama sem sögð óviljandi — en samt gat hún ekki verulega iðrast þess. -----En nú! í allt kvöld — já, í alla nótt — átti hún að vera í íslenzkum fé- lagsskap, heyra íslenzku allt í kringum sig, kynnast íslenzku fólki, tala við það íslenzku... ó, hún var svo glöð. Hjart- sláttur hennar var eins og látlaus fagn- aðarsöngur... Það var næstum því eins og að eiga von á að komast heim. Hún stóð dálitla stund og var í vafa um, hvort hún ætti heldur að vera í nýja kjólnum, sem hún hafði saumað sér á dögunum — satt að segja fannst henni sjálfri sá kjóll reglulega indæll — bleik- rautt fínt efni — ekki reyndar silki, nei, til þess hafði ekki verið að hugsa... eða átti hún að fara í peysufötin? Hún var ekki meira skyni ski’oppin en það, að hún vissi að peysufötin fóru henni líka vel — hún hafði meira að segja orðið þess vör, að heima í sveitinni höfðu þeir verið til, sem hafði fundizt það sama. En kjóllinn bar þó af þeim, á því var enginn vafi. En samt valdi hún nú peysu- fötin. Hún kunni betur við það. — Já, þegar hún hugsaði sig um, þá var það vitanlega alveg sjálfsagt. Samkoman átti að vera íslenzk. fslenzkan átti að vera þar einvöld — og þá auðvitað í búningn- um líka... »Það er alveg afskaplega fínt hérna«, heyrði hún stúlku hvísla að stallsystur sinni, þegar hún var að fara úr yfirhöfn sinni við fatageymsluna. Hún litaðist ó- sjálfrátt um. — Það var satt, hér var fínt. — Jafnvel hér, sem þó var víst eins- konar forstofa, voru stórir speglar í gylltum römmum, myndir á veggjunum, mjúkt teppi á gólfinu, og eftir endilöng- um stiganum var breidd afarfín ábreiða. Þetta var allt öðruvísi en hún hafði bú- izt við, svo hún varð bæði undrandi og hálfutan við sig, en um leið í sælli leiðslu fagnaðar og eftirvæntingar. Það var ekki langt síðan hún hafði verið í sveit á íslandi, og ekki lengra síð- an að hún kom til Hafnar, en það, að hún var sáralítið farin að kynnast. Þó bjóst hún við, að hún hlyti að hitta þarna eitthvert kunnugt fólk. En sú von brást. Hvernig sem hún horfði á þá, sem inn komu, þá gat hún ekki komið auga á neinn, sem hún þekkti. Reyndar mundi hún eftir að hún hafði séð stúlkrunar tvær, sem voru að snyrta sig og pískra saman fyrir framan spegilinn — já, hún vissi meira að segja á hvaða verkstæði þær unnu. En hún var þeim þó naumast málkunnug. Samt varð henni sérstaklega starsýnt á þær, einkum aðra þeirra, Hún var há og grönn, vel vaxin og hraustleg. Púður og andlitsfarði voru ekki enn bú- in að afmá til fulls þann lit, sem sól og regn og íslenzkt dala- og fjallaloft höfðu sett á enni hennar og vanga. — Stall- systir henar kallaði hana Betu. Eins og af eðlishvöt hélt hún sér í námd við þær, það voru jafningjar hennar, fann hún, jafnvel þó hún yrði fyrir einhverskonar óljósum og ósjálfráðum vonbrigðum yfir að sjá, að þær voru báðár í kjólbúningi. — Hún kom sér þó ekki að því að heilsa þeim að fyrra bragði. En svo tóku þær víst eftir, að hún horfði á þær, könnuð- ust kannske líka við hana á einhvern hátt, og án þess að hægt væri að segja, að nein einstök þeirra ætti framtakið, voru þær von bráðar farnar að heilsast og kynna sig — þær nefndu nöfn sín: Elísabet Jónasdóttir — Guðríður Gunn- arsdóttir, Björg Nielsen — Guðríður Gunnarsdóttir — og svo gengu þær allar þrjár upp tröppumar með fínu flosdúk- unum og komu inn í veizlusalinn. Þar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.