Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 5
ÚTLAGAR 99 var þeg-av kominn talsverður strjálingur af fólki. Húsakynnum var svo háttað, að sal- irnir voru eiginlega tveir. Fyrst var komið inn í einskonar forsal, harla rík- niannlegan, með logagylltum listum við loft og gólf, málverkum á veggjum og dúkum á gólfinu. Þar stóðu smáborð til allskonar veitinga og hægindastólar. Inn í innri salinn voru dyr, bæði víðar og háar með vængjahurðum. Þar var gólf- ið svo gljáandi, að það speglaði raf- magnsljósin í loftinu. Ræðustóll var reistur þar innst í salnum, og með fram veggjunum og á þeim hluta gólfsins, sem næst var dyrunum, voru sæti æði mörg. Guðríður varð að kannast við fyrir sjálfri sér, að dýrðlegiú sali hafði hún aldrei séð áður. Nei, ekkert, sem þar komst í hálfkvisti við. Og hún hafði um stund yfrið nóg að gera, að virða allt skrautið fyrir sér, sérstaklega í fremri salnum. Inn í þann innri áræddi hún ekki að svo komnu að fara — aðeins gægjast rétt inn fyrir dyrnar. Það leið því góð stund, áður en hún var búin að átta sig svo mikið, að hún gæti farið að virða fólkið fyrir sér. — Það var nú orðið talsvert margt, og alltaf bættist við. Henni fannst það blátt áfram með ólíkindum, að svo margir íslendingar gætu átt heima í borginni. — Og hvað þa.ð var vel búið: Kjólklæddir karlmenn, nieð svo löng, vel stífuð og drifhvít skyrtubrjóst, að það tók ekki tali. Og svo þær »dömur«! — Yndislegar — já, það var rétta orðið — í ermalausum silkikjólum — og aðrar í peysufötum °g upphlutum. Skúfhólkarnir voru úr gulli — eða að minnsta kosti gylltir — °g margar voru í hvítum silkisokkum, meö hælaháa »brokade«-skó á fótunum. Það var ekki alveg laust við, að henni yi'ði hálf ónotalegt innanbrjósts við að hafa á meðvitundinni, að hún sjálf gengi hér á þessum stað með gamla silfurhólk- inn, sem hún hafði erft eftir hana móð- ur sína, og að sokkarnir hennar og skórnir voru svartir — henni hafði fund- ist, að það hlyti að eiga bezt við peysu- fötin — en til allrar hamingju voru það þó lakkskór! ... Og nú fyrst fór hún að taka eftir því, hvað talað var. — f fyrstunni heyrði hún einungis margraddaðan klið í kringum sig, greindi ekki orðaskil. En það smá skýrðist — og nú komu ný von- brigði. Það var ekki hið margþráða mál, sem hún heyrði, heldur Danska — mis- jafnlega rétt að vísu, en samt Danska. Hún átti hálf bágt með að átta sig á þessu í fyrstu. Var hún þá alls ekki kom- in á »íslendingamót« ? Hafði hún villzt? Nei, það gat ómögulega átt sér stað — það sýndu þó búningárnir — því íslenzk- ir búningar voru þarna allmargir. — Henni lá við að firtast vegna þjóðernis- ins. En svo áttaði hún sig á, hver sann- leikurinn mundi vera: Flestir af þeim íslendingum, sem þarna voru, höfðu auð- vitað dvalið langdvölum í borginni. Allir áttu þeir auðvitað vini og kunningja — og margir f jölskyldur — sem voru dcnskumælandi, og þeim höfðu þeir boð- ið með sér. Það var í sjálfu sér ofboð auðskilið. En samt sem áður — henni fannst hún ganga með autt rúm ein- hversstaðar innvortis. Og hún fann á sér, að það, sem hún eiginlega var kom- in eftir, þá gleði, sem hún fyrst og fremst hafði þráð, hennar ætti henni ekki að auðnast að njóta..... Við borð rétt hjá henni sátu tveir kvenmenn og karlmaður á milli þeirra. Önnur stúlkan var í íslenzkum búningi, en hin í bleikrauðum silkikjól. Þær voru hávaxnar og sællegar og háværar, fram- burður þeirra var réttur og ákveðinn, 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.