Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 6
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR en ræðan oft ekki alveg málfræðilega rétt. Maðurinn, sem sat á milli þeirra, og sem þær auðsjáanlega vísvitandi eða óafvitandi kepptu um, var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fölur, fálátur, eins og hann færi dálítið hjá sér. Hann skaut aðeins einsatkvæðisorðum inn í samræð- una. Það var ekki laust við að Guðríður kenndi í brjósti um hann — hún hefði ekki getað sagt hversvegna... Og nú hætti hún líka að veita honum eftirtekt, því hún hafði reyndar heyrt móðurmálið sitt — hreina íslensku: Úti í einu horn- inu sátu nokkrir ungir menn — líklega stúdentar eða aðrir námsmenn. Þeir vor.u ekki kjólklæddir, en þeir drukku öl og töluðu íslenzku. Reyndar heyrði hún ekki glöggt, hvað þeir sögðu, nema helzt þau blótsyrði, sem sérstök rækt var lögð við, en þau hrifu hana á þessu augnabliki næstum því eins og heilagur sálmur... Nú kom kjólklæddur maður í dyrnar milli salanna, klappaði saman höndun- um til að kveðja sér hljóðs og sagði að samkoman nú ætti að byrja. Bað hann menn að koma innií innri salinn og fá sér þar sæti. Þá varð ys mikill, og fólk fór að standa upp og fara inn, þeir kjól- klæddu og konur þær, er í fylgd voru með þeim fyrst. En Guðríður tók þegar eftir því,að þeir fáu,sem ekki voru þann- ig klæddir fóru sér tómlega að öllu og annað hvort stoðu frammi við dyr, eða dvöldust eftir í forsalnum. Sama var að segja um nokkrar stúlkur, og var Guð- ríður meðal þeirra. Þær voru auðsjáan- lega komnar þangað án karlmanns-fylgd- ar, og nú var eins og þær allt í einu yrðu eitthvað svo fátæklegar og ein- mana — hver út af fyrir sig. — Guð- ríði duldist nú heldur ekki, að jafnvel þó þær sjálfsagt allar eftir beztu getu hefðu tjaldað því, sem til var, engu síður en hún sjálf, þá skorti þær samt mikið á við flestar hinar, sem innar sátu í saln- um. Hún skildi ósjálfrátt, að hér var hún mitt á meðal stéttarsystra sinna. — Reyndar voru þær kannske, flestar eða allar, dætur íslenzkra heldri manna, presta og ef til vill beztu bænda. En hér voru þær verkakonurnar: Saumastúlkur og vinnukonur — og annað ekki. Sá, sem hafði kallað fólkið inn, sté nú í ræðustólinn, bauð gestina velkomna og skýrði frá því sem til skemmtunar yrði. Hann talaði fremur lágt, og Guðríður var langt burtu, svo hún heyrði lítið eða ekkert af því, sem hann sagði. Þar næst kom feitur maður, gyðing- legur útlits, upp í ræðustólinn. Hann tal- aði Kaupmannahafna-mál með regluleg- um grautarbassa, — þakkaði fyrir þann heiður og þá ánægju, sem sér veittist, að vera boðinn á þessa samkomu til að skemmta fólkinu. Því næst söng hann nokkrar »gamanvísur« og las eitthvað upp, sem sjálfsagt var mjög skemmtilegt, því bæði var hlegið mikið og klappað af þeim, er innst sátu. Þá kvaðst hann ætla að skemmta með því að yrkja Ijóð og mæla þau af munni fram jafnótt, og efndi hann það bæði vel og lengi. — Guðríður heyrði þó einhvern, sem -nærri henni stóð við dyrnar, segja stundarhátt, að leiðinlegt væri, að Símon Dalaskáld skyldi vera kominn undir græna torfu, því þessa list mundi hann hafa leikið miklu betur. Henni þótti hálfóviðfeldið, að hann skyldi segja þetta hérna. En í hjarta sínu fannst henni þó, að maður- inn mundi hafa rétt fyrir sér. Hún fékk þó ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, því »sá gyðinglegi« var horfinn, og tveir þjónar komu hlaupandi inn með teppi, sem þeir breiddu á gólf- ið. Hún sá kvenmann setjast við píanóið og fara að leika á það, og — nú varð henni reglulega hverft við — inn um dyr á bak við ræðustólinn kom annar kven- maður hlaupandi. Hún sá ekki betur, en

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.