Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 9
ÚTLAGAR 103 uin allt mögulegt heiman úr sveitinni — um það og ekkert annað, — en samt sem áður fann húin með angistarblöndnum fögnuði, eins og barn, sem situr í rólu á fleygiferð, að það var eitthvað í loftinu á milli þeirra, straumar, sem gengu frá honum til hennar, frá henni til hans. Orð hans sögðu henni í raun og veru allt annað, en það, sem hann ræddi um og skýrði frá... Hún fann, að hann tal- aði um ástir, um einlæga, lengi geymda og innibyrgða þrá, þó orðin væru um hann Leifa gamla á Hnjúki, karlinn, sem allir hlógu að í sveitinni fyrir það, að hann þurfti alltaf að fara inri og þvo sér um fæturna og hafa skyrtuskipti, þegar allra mest var að gera um sláttinn, og allir kepptust við að taka saman hey und- an rigningu — eða um smalamennskur, göngur, réttirnar og samkomurnar heima í sveitinni, eins og þetta hafði allt sam- an verið, þegar þau voru að alast upp... En ástleitni hans var óframfærin — eða kannske algerlega óafvitandi og ósjálf- ráð, og þó svo máttug, að hana sundlaði í sælublandinni angist og undrun — ekki yfir honum, en yfir því sem hún í fyrsta sinn fyrir alvöru var að uppgötva í sjálfri sér... Formaðurinn kom til þeirra, baðst af- sökunar — hann þurfti endilega að fá að tala nokkur orð við Bjarna. Hann stóð upp og fór með honum. En um leið sagði hann við Guðríði: »Ég kem bráðum til þín aftur — ég þarf að tala svo mikið við þig enn. — »Já«, — bætti hann við eins og hálf af- sakandi við formanninn, — »já, maður hittir ekki sveitunga sína og jafnaldra á hverjum degi«. Guðríður vissi ekki hvernig það atvik- aðist, en eftir litla stund sat hún á milli þeirra Bjargar og Betu. Þær höfðu báð- ar dansað mikið og léku á als oddi. Björg var þó, fannst Guðríði, eitthvað svo hjá- kátleg, eins og hún hefði drukkið. Þær höfðu tekið eftir, hvar Guðríður hafði verið, og gátu auðvitað ekki stlllt sig um að tala um það. — »Þekkið þér hann, þennan Bjarna?« spurði Beta sakleysislega, — »mikið þótti mér annars kvæðin hans, sem hann las upp áðan, falleg. Ég varð bara stórhrif- in«. »Já — ja — það er að segja, við erum sveitungar og þekktumst dálítið, þegar við vorum krakkar«, svaraði Guðríður og reyndi að líta kæruleysislega út. En hún fann að húri roðnaði, og það gerði hana eins og hálf hjálparvana. »Nú, mig grunaði það, elskan, að þú mundir ekki þekkja hann mikið, eins og hann er sagður núna«, mælti Björg. — »Hann er víst alveg voða-maður — en hann er nú samt alveg voðalega sætur. — Finnst þér það ekki?« Guðríður gat ekki fundið neitt, sem hún gæti sagt við þessu, og hún roðnaði ennþá meira. »Að hverju leyti hann er voðalegur? Það er von þú spyrjir«, lét Björg dæluna ganga, þó enginn hefði spurt neins. — »Hefurðu ekki heyrt það — um hana ólafíu Þórðar? Ja — hún fór nú alveg í hundana, greyið litla — en hún var bú- in að vera að drasla með honum í heilt ár eða meira«. Guðríði fannst eins og hjartað ætlaði að hætta að slá, og hún reyndi að leyna, því, hvað henni varð þungt um andar- dráttinn. — Og um leið fannst henni þó, að hún vera hissa á, að hún skyldi láta þetta á sig fá: Fyrir það fyrsta var ekk- ert að marka það sem Björg sagði, — hún sem áreiðanlega var hálffull, og auk þess kom henni þetta hreint ekkert við. En samt sem áður fannst henni alít verða einhvernveginn eins og tómlegt og ömurlegt... »Það er nú ekkert að marka það sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.