Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 13
Hall Caine. MONA. (Framh.). Ekki var það undarlegt, þótt svo væri, Dagurinn, sem nú fór í hönd, var ef til vill þeirra dómsdagur. Þegar næsta nótt legöist yfir, var föðurland þeirra ef til vill komið í rústir og þeir sjálfir heim- ilislausir. Þegar lýsir af degi og slökkt er á bog- lömpunum, sér Mona mennina ráfa um eins og vofur í grárri morgunskímunni. En nú eru þeir allir þögulir, og þeir eru ekki kvaddir á vinnustofurnar. Þegar morgunverðarbjallan hringir, gleyma sumir þeirra, að þeir eru svangir, og dveljast úti. Það er nóvemberdagur. Loftið er bjart og kalt, og endrum og eins kemur sólin í Ijós yfir hafsbrún. Kýrnar baula í fjósinu og kindurnar jarma uppi í brekkunum. í náttúrunni hefur ekkert breytzt, og Mona fer til vinnu sinnar í mjólkurbúrið. Þgar mennirnir koma eft- ir mjólkinni, er henni næstum ofraun að líta á afniynduð andlitin. Fangarnir frá fyrstu deild standa í smáhópum, og ef þeir tala eitthvað, er það í hvíslingum. Sjómennirnir frá annari deild standa í stórum hóp, en það er ekki þessi gamli uppreisnarandi yf ir þeim nú; enginn þeirra hrópar eða bölvar. Tímarnir dragast áfram. Þegar Mona rennir augunum út yfir herbúðagirðing- arnar, sér hún nokkra vagna aka svo hratt ofan þjóðveginn, að ætla mætti, að þeir væru að aka á markað. Uppi í turni Patrickskirkjunnar er einhver að rísla við fánastöngina. Klukkan hálf ellefu er eins og allur heimurinn standi á öndinni. Eftirvænt- mgin í herbúðunum er næstum óbærileg. Alls staðar standa mennirnir og horfa í áttina til Douglas. Svipur þeirra er hræðilega afmyndaður. Það er eins og þeir séu fastir við jörðina. Stundum slær einhver þeirra fæti í jörðina eins og óró- legur hestur, sem leiðist að bíða, en það er líka eina hreyfingin, sem sjáanleg er. »Hvar er óskar? Hvað er hann að gera?« Loksins, loksins sést hreyfing í deild liðsforingjanna. Mona heyrir greinilega símann hringja í tjaldi höfuðsmannsins, sem stendur eigi alllangt frá bænum. f þessu kyrra veðri og þessari djúpu þögn, sem ríkir, getur hún greint rödd höfuðs- mannsins. »Halló! Við hvern tala ég?... Nú?... Voru þeir þá undirritaðir?... Gott!« í sama vetfangi heyrir hún klukkuna í Peel slá, og áður en ómur slaganna er þagnaður, heyrast fallbyssudrunur. Enginn misskilningur getur átt sér stað. Drunurnar hvína í dalnum, berg- mála í hæðunum beggja megin og berast lengra og lengra yfir svartar herbúðirn- ar út til hafsins. Rétt á eftir hvín í þokulúðrunum, en vegna fjarlægðarinnar er ómurinn ekki mjög sterkur. Síðan hringja kirkjuklukk- ur fjær og nær, og frá Peel heyrist óljóst háreysti. Það eru allir þorpsbúarnir, sem hafa staðið á torginu síðan í dögun, en ljósta nú upp dynjandi fagnaðarópi. þeir eru að heita má utan við sig af hrifn- ingu, takast í hendur og kyssast. Hinir 25 þúsund fangar í herbúðunum standa fyrst þögulir og ringlaðir. Það versta, sem fyrir gat komið, er komið fram — föðurlandið er yfirbugað. Þetta 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.