Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 15
MONA 109 Msglugganum. Henni til mikillar furðu tala þeir ekki ensku eingöngu, heldur hafa hver sína mállýzku. »Þeir kalla mig Þjóðverja«, segir einn þeirra, »en ég kom til Owdham, þegar ég var 5 ára að aldri, en nú er ég fimm- tugur. Það er af þessu sjáanlegt, að ég hef verið Þjóðverji í fimm ár, en Eng- lendingur í fjörutíu og fimm. Og þrátt fyrir það senda þeir mig aftur til Þýzka- lands«. »Já, ég er nú ekki viss um, nema að mitt dæmi sé öllu verra«, segir annar. »Ég kom til Glasgow, meðan móðir mín bar mig á handleggnum, og ég hef búið þar alla mína æfi. Ég kvæntist þar, og þar fæddust báðir synir mínir. Og nú, þegar ég hef misst þá báða í stríðinu, þar sem þeir börðust með Englendingum, og kona mín er dáin af harmi, og ég stend allslaus uppi í heiminum, félaus og ástvinalaus, þá senda þeir mig til ókunn- ugs lands«. »Já, já«, segir þriðji fanginn, sem tal- ar ensku með lítilsháttar Manarhreim, »en ég er ef til vill enn ver kominn en nokkur ykkar hinna. Ég á það sameigin- legt með ykkur, að ég er fæddur Þjóð- verji, en ég hef lifað hér á landi svo lengi, sem ég man eftir mér, og ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að ég hafi verið jafn góður Manarbúi og margir hinna, sem þeir gera að borgarstjórum og dómurum. Og það sem meira máli skiptir: einkasonur minn var fæddur hér, og þegar hann óx upp og varð stór og myndarlegiir piltur, og þeir sögðu, að konungur hans og land þyrftu á honum að halda, þá var hann meðal hinna fyrstu, er fóru á vígstöðvarnar. Svo fór það nú hvorki betur eða ver en það, að hann særðist fyrir ári síðan, og af því að þeir gátu ekki notað hann lengur í starfandi herliði, sendu þeir hann hingað til Knockaloe, og þar var hann innritað- ur í varðliðið — til að halda vörð meðal annars yfir föður sínum. Hvað finnst ykkur um þetta? Sonur minn utan við girðingunaogéginnan við! Og einhvern hinna næstu daga á hann að flytja mig niður til Douglas og sjá um, að ég fái skipsferð til Þýzkalands, þangað, sem eg á hvorki ættingja eða vini, — það á hann að sjá um, drengur- inn minn, sem ég hef borið á handlegg mér og sungið í svefn kvöld eftir kvöld«. Mona er eins og þrumu lostin af því, sem hún heyrir. Aldrei áður, meðan þetta langa hræðilega stríð geisaði, með öllum þess blóðböðum, tárum og hörmungum, hefur hún heyrt neitt jafn hræðilegt. Hvílíkt háð um almættið! ó, orðið þjóð- flokkur, það er upphaf og orsök helm- ings allra styrjalda í heiminum, — hve- nær, ó, hvenær mun faðir lífsins sópa því orði burt af tungum kristinna manna ? En samtal þetta, sem Mona hefur nú heyrt, grípur alldjúpt inn í líf hennar. Ef allir fangarnir, sem fæddir eru í Þýzkalandi, verða sendir þangað aftur, hlýtur' óskar að verða að fara — og hvað þá? Um kvöldið er drepið á dyr. Það er óskar sjálfur. Augnaráð hans er æðis- legt, og varirnar titra. »Hafið þér heyrt nýju skipunina?« spyr hann. »Já, verðið þér sendir líka?« »Já, ég verð sendur, — það tel ég víst að verði«. Fyrstu fangarnir, sem sendir eru heim, koma frá deild milljónamæringanna, og af því áð þeir eru auðugir, hafa þeir sætt sig við skilmálana. Park Lane eða Thiergarten, — það skiptir engu máli fyrir þeim. Þeir eru í dökkum fötum, með öklahlífar og í skinnfóðruðum yfir- höfnum og ganga af stað í góðu skapi, en farangur þeirra er fluttur á vögnum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.