Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 18
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kemur ríðandi upp að húsinu á gildvöxn- um ökuhesti. Hann kemur auga á hana, og án þess að gera sér það ómak að fara af baki, kallar hann til hennar og segir henni að koma ofan. Henni gremst ó- skammfeilni hans, og hún gefur sér góð- an tíma og lætur hann bíða alllengi, en gengur þó að lokum ofan til hans. »Nú, hvað villtu mér, John Coi’lett?« »Þú hefur' líklega heyrt, stúlká mín, að ég er nýi leigjandinn á Knockaloe?« »Það hef ég ekki heyrt, en ef svo er, þá er ekkert meira um það að tala«. »Ég kom til þess að spyrja þig, hve lengi þú hugsaðir þér að búa hér?« »Þangað til leigutíminn er útrunninn, auðvitað«. »En hvers vegna viltu það? Herbúð- irnar verða tæmdar löngu fyrir þann tíma, og hvað hugsarðu þér að gera við mjólkina þína, þegar mennirnir eru farn- ir?« »Ég get gert það sama við hana og ég gerði, áður en þeir ltomu«. »Nei, það geturðu einmitt ekki. Þann markað hefur þú ekki lengur«. »Hver segir það?« »Það segi ég, það segja allir aðrir. Spurðu hvern, sem þú villt, stúlka, — hvern, sem þú villt af þínum gömlu við- skiptavinum«. Mona verður dökkrauð í framan. »Já, þá getur þú borið þeim kveðju mína og sagt þeim, að mér sé alveg sama«, segir hún og snýr sér við til að ganga inn í húsið. »Bíddu augnablik! Það er lítið eitt fleira, sem ég þarf að tala við þig. -—- Hvernig hefur þú hugsað þér að haga þér með skaðabætur fyrir þær skemmdir, sem orðið hafa?« »Hvernig skaðabætur?« »Samkvæmt samningum við stjórnina á jarðeigandinn að bæta þær skemmdir, sem orðið hafa á byggingunum, en leigj- andinn þær, sem orðið hafa á jörðinni«. Það er rétt, sem hann segir, hún hafðf bara alveg gleymt því. »Hér hafa verið 25 þúsundir manna í fjögur ár, svo að það líður á nokkuð löngu, áður en jörðin getur aftur gefið eðlilega uppskeru«. Hún spyr Corlett hikandi, hvað hann haldi, að það muni kosta, og hann nefnir afarháa upphæð. »Nálægt þriggja ára afgjaldi af jörð- inni, eftir því, sem ég kemst næst«. Mona sýpur hveljur og náfölnar. »En þá verður ekkert afgangs handa mér«, segir hún. »Nú, svo illa getur það ekki verið kom- ið. Sjálfsagt hefur þú lagt allmikið fé til hliðar, þegar leiguféð frá stjórninni komst í þínar hendur«. »En það hef ég ekki gert. Ég varði þvf öllu í aukna áhöfn«. Stóri, kubbslegi sláninn lemur svip- unni um fætur sér og blístrar lágt fyrir munni sér. »Nú, já, því betra, ef það er allt kom- ið í búið. Svo rennir hann sér niður úr hnakkn- um, kemur fast að Monu og segir með sannfærandi röddu: »Heyrðu mig nú, Mona! Það skal eng- inn geta sagt, að John Corlett sé harð- brjósta maður. Láttu allt vera óbreytt hér á staðnum. Við jöfnum það með okk- ur«. Mona virðir hann þegjandi fyrir sér um stund. Síðan segir hún með uppgerð- arrósemi: »John Corlett! Er það ætlun þín, að reka mig út úr húsi föður míns sem bein- ingakonu ?« »Svona, svona, það er ég ekki að tala um. Það er sjálfsagt einhver til, sem vill hafa þig með sér til útlanda, þegar hann sjálfur fer, — jafnvel þótt mér virðist,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.