Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 19
MONA 113 aö þú hefðir getað séð betra ráð fyrir þér hér heima«. Mona dregur andann ótt og títt. Andlit hennar verður dökkrautt, og frávita af reiði ræðst hún á manninn. »Villtu hypja þig héðan samstundis, ræningi, þjófur, mannskræfa!« Þorparinn hleypur á bak hestinum. Hann þrífur í taumana og hrópar, að ef hún vilji ekki taka góðum boðum, skuli hann sækja hana að lögum, og engin skepna skuli komast burt af heimilinu, fyrri en hann hafi fengið það, sem hon- um ber. »Hypjaðu þig!« hrópar Mona og þríf- ur staf, sem liggur þar nærri. Þegar maðurinn sér hana veifa stafn- um í loftinu, kippir hann í taumana til að snúa hestinum við og komast úr högg- færi, en stafurinn lendir í hestinum. Hesturinn eys og tekur síðan á stökk ofan veginn. Knapinn á fullt í fangi með að tolla í hnakknum, en hrópar þó eitthvað um »þú og bölvaður Þjóðverjinn þinn«. Hann sleppir taumunum og grípur utan um háls hestsins, meðan hann þýtur of- an gegnum hliðið. Nokkrir varðmannanna, sem hafa séð . og heyrt, hvað þeim fór á milli, eru að springa af hlátri. En Mona fer að gráta og gengur inn 1 húsið. Ef búslóð hennar verður tekin af henni, þá er ekki aðeins Knockaloe heldur öll eyjan horfin henni. Seint um kvöldið kemur óskar. Augna- ráð hans er gremjúfullt og fátkenndir drættir í andlitinu. »Ég hef heyrt, hvað fyrir hefur kom- ið«, segir hann, »og væri ég frjáls mað- ur, skyldi ég brjóta hvert bein í skrokkn- um á honum. Ég get ekki þolað lengur aö þú þjáist mín vegna,. Mona. Þú verð- ur heldur að hætta að hugsa um mig«. Það er í fyrsta skipti, að annað þeirra hefur kannazt við ást sína, og Mona stendur þögul augnablik, án þess að geta áttað sig. Loks segir hún: »óskar þú eftir því, að ég hætti að hugsa um þig, óskar?« Hann svarar ekki. »Að ég láti þig fara með hinum og hugsi aldrei framar um þig?« Enn kemur ekkert svar frá óskari. »Er það ósk þín?« »Guð veit, að ég óska þess ekki«, segir hann, snýr sér við og gengur hröðum skrefum burtu. 12. KAPITULI. Þrem kvöldum síðar kemur óskar aft- ur. Eins og hans er vani, vill hann ekki koma inn, svo að hún verður að standa í dyrunum og tala við hann. Augu hans ljóma og hann er ákafur og mikið niðri fyrir. »Mona, ég vil stinga upp á dálitlu við þig«. »Já, hvað er það?« »Það er ekki ástæða til að undrast, þótt iflnn, sem hafa fæðzt og alizt upp á þessari litlu eyju, séu harðir og tak- markaðir í tilfinningum og hugmyndum. En þannig eru Englendingar ekki. Þeir eru mikil þjóð, og ef þú værir fús til þess að fara með mér til Englands...?« »Hvað áttu annars við, óskar?« Hann segir henni frá sjálfum sér og lífi sínu fyrir ófriðinn. Hann er raf- fræðingur að menntun, og áður en haixn var sendur til Knockaloe, var hann yfir- verkfræðingur í stóru, ensku fyrirtæki við Mersey og hafði eitt þúsund punda tekjur á ári. Þegar ófriðurinn gaus upp, hafði hann ekki haft hinn minnsta sam« hug með föðurlandi sínu, meðfram vegiiá. »keisara-vindbelgsins«. »En óskar þó!« 15

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.