Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 20
114 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Það er satt. Ég skammaðist mín í þá daga sjálfur fyrir þetta, en ég mundi samt sem áður glaður hafa látið innrita mig í enska herinn, hefðu þeir viljað mig. En það vildu þeir ekki«. Yfii’völdin höfðu þvert á móti skipað svo fyrir, að hann yrði settur í gæzlu- varðhald. Fyrirtækið, sem ógjarna vildi missa hann, hafði gert allt, sem í þess valdi stóð, til að fá undanþágu fyrir hann, en hafði engu til leiðar komið. Daginn, sem hann fór þaðan, hafði for- stjórinn sagt: »Heine, okkur þykir mjög leitt, að þér yfirgefið okkur, en svo framarlega að þér hafið löngun til að koma aftur, þegar stríðinu er lokið, verð- ur yður opin leið að fyrri stöðu yðar hér«. »En heldurðu — skyldi hann nú...«. »Já, það er ég alveg viss um. For- stjórinn er göfugur maður, og ef hann heldur ekki loforð sitt við mig, — já, þá mundi ég missa traust mitt á mönn- unum. Svo að ég... ég...«. »Já?« »Ég hef hugsað mér að skrifa honum og segja honum, að ég verði bráðum laus, og ef þú væri fús til að...«. Iiann stanzar, því að tárin koma fram í augu hennar. Hann heldur þó fljótlega áfram með undarlega hásri röddu: »Mér þykir leitt að þurfa að biðja þig að yfirgefa fæðingareyju þína«. »Fæðingareyja mín þarf mín ekki lengur með; hún vísar mér sjálf burtu. Það er sárast af þessu öllu«. »Þú vilt þá fara til Englands með mér?« »Já«, svarar hún, og hann flýtir sér ánægður burtu til að skrifa bréf sitt«. Alla vikuna gerir Mona sitt ítrasta til að vera glöð og ánægð, en án þess að geta við það ráðið, verða óttinn og efinn með hverjum deginum ríkari í sál henn- ar. Einn daginn h'eyrir hún á tal höf- uðsmannsins og landstjórans, sem sér um allt, er lýtur að upplausn herbúðanna. Þeir standa við hliðið neðan við bæinn og ræða um friðarþingið. »Það er hryggilegt«, segir höfuðsmað- urinn, »en það er reynsla mín, að fyrsta árið eftir að friður kemst á er verra en síðasta stríðsárið«. Og landstjórinn svarar: »Það væri í alla staði óafsakanlegt, ef við enn einu sinni treystum þessari svik- araætt. Við höfum yfirunnið Þjóðverja, og það eina, sem við nú getum gert, er að halda þeim í klemmunnk. »Já, þar get ég nú ekki sagt, að ég sé fullkomlega samþykkur yður, náðugi herra«, segir höfuðsmaðurinn. »Ég vil berjast við óvinina af fremsta megni, en þegar stríðinu er lokið, vil ég helzt gleyma, og ef mögulegt er, fyrirgefa. Ég var sjálfur með þar úti í byrjun ófriðar- ins, og eftir eina snarpa smáorustu, fann ég þýzkan liðsforingja liggjandi i sprengjugróf. Hann var hræðilega leik- inn, veslings pilturinn, og þar sem við ekki gátum flutt hann í skjúkraskýlið, ákvað ég að vera hjá honum. Hann var með öllu ráði, og eftir að hann hafði leg- ið þannig um stund, sagði hann: »Of- ursti« (ég var ofursti þá), »er þetta ekki einkennilegt?« »Hvað er einkennilegt?« spurði ég. »Jú«, sagði hann, »ef þér og ég hefðum mætzt á vígvellinum, hefðuð þér reynt að drepa mig af ást til föðui’- landsins — og ég rnundi hafa reynt að gera hið sama við yður af ást til föður- landsins, og þó reynið þér nú að frelsa mig af... bróðurkæi’leika«. Þannig talaði hinn deyjandi maður á banastundinni, og þegar hann gaf upp andann, hafði ég vafið handleggjunum utan urn hann, og höfuð hans hvíldi við brjóst mér, og ég blygðast mín ekki fyrir að segja yðui', að ég kyssti hann« . Monu finnst hamingjan gagntaka sig.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.