Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 25
MONA 119 Þær hljóta að lifa í friði innbyrðis, ann- ars gat ríkið ekki verið til. Þegar óskar kemur um kvöldið, segir hún honum orð ókunna mannsins, og stóru, svefnþungu augun hans loga af ánægju. »Já, hvers vegna ekki? Hví skyldum við ekki fara til Ameríku, stóra, frjálsa landsins. Hvort það væri ekki yndislegt •að geta horfið frá Evrópu og þessu trufl- •andi örvilnunarástandi«. Hann hefur samt heyrt, að Ameríka neiti því fólki um aðgang, sem verið hef- ur í fangelsi. Hann hefur nú verið fjög- ur ár í gæzluvarðhaldi fanga. Skyldu Ameríkumenn leyfa honum landgöngu? Hann verður fyrst að spyrja prestinn. Kvöldi síðar kemur óskar aftur, og út- lit hans lýsir sýnu meira öryggi. »Það er ekkert til fyrirstöðu, Mona. Fangagæzla er ekki skoðuð sem varðhald eftir amerísku lögunum«. En nú koma fleiri erfiðleikar í Ijós. Ameríka heimtar, að sérhver innflytj- 'andi hafi meðferðis ákveðna fjárupphæð, svo að hlutaðeigandi verði nýja landinu ekki til byrði. »Það er ekki mikið, en mitt fé hrekk- ur ekki til. Hefði ég verið frjáls maður, gat ég verið búinn að vinna mér inn fimm þúsund pund þann tíma, sem ég hef verið hér, en þegar ég losna héðan, á ég aðeins fimmtíu«. Mona er hamingjusöm, — loks kemur röðin að henni að gera eitthvað. »Þá örðugleika má yfirstíga, óskar. Hér verður bráðum uppboð, og þegar því er lokið og ég hef greitt skuldir mín- ar, verður nóg fé eftir handa okkur báð- um«. Það er daginn fyrir uppboðið, og Mona er að smala búfénu og reka heim að bænum — ásauðunum, sem hún hefur reldð á haga, geldneytunum, sem jórtra varfærnislega og lömbunum með mjó- róma jarminum. Hún gengur lengra upp í fjallið til að sækja ungt naut, sem hún hefur fært eina skál af hveiti tvisvar í viku allan veturinn. Ný von streymir í gegnum hana, framtíðin er björt og glæsileg, og hún syngúr, meðan hún brýzt í gegnum lyngið. Þegar hún kemur upp á hæðarbrúnina hjá turninum, sem kallaður er »Corins Folly«, heyrir hún blástur mikinn og skarkala, og sér samstundis að þrjú naut eru þar að stangast. Eitt þeirra er unga nautið hennar, lítið og grannvaxið, hin eru gömul, stór og svört, með járnhringa í miðnesinu. Hún þekkir þessi tvö, gömlu naut. John Corlett á þau, og þau hafa hlotið að stökkva yfir girðinguna til að ná saman við unga nautið, sem þau ráð- ast nú að með mikilli grimmd. Þetta er hrikaleg viðureign. Unga naut- ið er allt blóðugt og reynir að forða sér. Það stekkur yfir steingarðinn inn í litla kirkjugarðinn, hleypur umhverfis turn- inn og tekur síðan á rás í áttina til land- geirans, sem liggur þar meðfram og hall- ar brát’t ofan að bergbrúninni við hafið. En gömlu nautin, sem blása og froðu- fella, hlaupa á eftir, sitt hvorum megin, komast fram fyrir það og stöðva það. í hvert skipti, sem fórnardýrið hleypur til hægri, knýja þau það aftur til vinstri, og þegar það hleypur til vinstri, snúa þau því einnig við. Skyndilega stanzar það. Eitt andartak stendur það kyrrt með villtum, blóð- hlaupnum augum og snýr sér að hyldýp- inu fyrir neðan. Allt í einu rekur það upp hátt örvæntingaröskur og tekur á sprett fram á brúnina og hverfur ofan í djúpið. Gömlu nautin horfa stundar- korn eftir því með útþöndum nösum og fara síðan að bíta eins og ekkert hefði í skorizt.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.