Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 26
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Mona hefur staðið hjálparvana og skjálfandi meðan á viðureigninni stóð, og þegar öllu er lokið og hún hefur náð sér að mestu, finnur hún, að óskar stendur að baki sér. Hann hefur verið uppi í turninum að taka ofan raflagnir, og það- an hefur hann séð allt saman. »Var þetta ekki hræðilegt?« »Jú, hryllilegt!« »Svo ruddalegt og bleyðilegt!« »Já, segir hann og bítur saman tönn- unum, »og svo andstyggilega mannlegt«. Mona lítur á hann, og þau ganga bæði þögul heim að bænum. Loks kemur uppboðsdagurinn. Höfuðs- maðurinn hefur leyft, að uppboðið yrði haldið á Knockaloe, þó að herbúðirnar séu enn ekki tæmdar. Sjálfur fer hann þaðan um morguninn. Mona sér hann aka burt í bílnum sínum. Hún þekkir hann naumast í borgarabúningnum. Þeg- ar hann ekur fram hjá bænum, tekur hann ofan fyrir henni. Hann er í innsta eðli sínu ímynd enskra prúðmenna. Um klukka 11 er uppi fótur og fit á bænum. Varðliðið, sem hefur fengið skip- un um að hjálpa til, dregur búféð út úr húsunum og rekur ærnar og lömbin inn í kvíarnar. Mona, sem er inni í húsinu, kemst ekki hjá að heyra jarm og klið fjársins, en fær sig ekki til að líta út. Loks heyrir hún mannamál. Málfærslu- maðurinn, uppboðshaldarinn og skrifari hans koma neðan veginn og á eftir þeim nokkrir bændur. í síðari hópnum skýtur upp höfðinu á hinum langa John Corlett, sem klæddur er viðhafnarfötum sínum. Hann hlær og kastar gamanyröum til samferðamannanna, og Mona sér greini- lega hið ósvífna sjálfsöryggi, sem skín út úr heimskulegum svip hans. Einnig sér hún óskar, sem stendur innan við gaddavírsgirðinguna, náfölur, með villtu augnaráði. Eftir að skepnurnar hafa verið skoð- aðar, hefst uppboðið. Málfærslumaðurinn les uppboðsskihnálana upphátt, og skulu skepnurnar seldar skilyrðislaust. Þá stíg- ur uppboðshaldarinn upp á þrep nokkurt, en skrifarinn sezt fyrir framan hann,.. og bændurnir raða sér í hring umhverfis þá. »Herrar mínir! l' dag gefst ykkur ó- venjulega gott tækifæri til að gera hag- fellda verzlun. Ég veit, John Corlett, að þér eruð komnir til að kaupa allt, svo að yður er óhætt að opna pyngjuna nú þegar. Mr. Lake, þér hafið vit á góðum skepnum, ef nokkur hér á eynni hefur það, og hér er gnægð af þeim, skal ég- segja yður«. Fyrsta skepnan, sem varðmennirnir leiða inn í kaupendahringinn, er góð, fimm vetra gömul mjólkurkýr. Mona minnist þess, að hún gaf 40 pund fyrir hana á stríðsárunum, en nú fer hún fyr- ir 20. »Hvaða nafn?« »John Corlett«. f hálfa klukkustund, sem Monu finnst vera heil eilífð, er sami leikurinn endur- tekinn nákvæmlega. Hver einasti gripur, sem leiddur er fram, er aðeins seldur fyrir hálfvirði, og í hvert skipti, sem hamarinn fellur, heyrist sama nafnið — »John Corlett«. Að síðustu getur Mona ekki lengur stjórnað reiði sinni. Þetta er fyrirfram ákveðinn leikur, — hreinasta samsæri. John Corlett hefur mútað öðrum kaup- endum. Hún stendur upp af stólnum við arininn og gengur að glugganum í því skyni að opna hann og mótmæla upp- boðinu. En þegar hún hefur lagt hönd- ina á krókinn, sér hún óskar á hraðri ferð fjarlægjast gaddavírsgirðinguna, og án þess að opna gluggann, snýr hún við í sæti sitt. Enn er uppboðinu haldið áfram í klukkustund. Mona lítur ekki framar út,.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.