Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 28
122 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »0, — fólk er ekki verra hér en ann- ars staðar, — þar er enginn munur. Það er eins alls staðar. Það er stríðið, Mona! Það hefur rænt fólkið hverjum mann- úðarneista«. Ennþá hlær hann, en beizkara og villt- ara en fyrr. • »Stríðið er djöfullegasta vitfirring og heimska, — og þeir menn, sem bera á- byrgð á stríðinu! Ættjarðarvinir? Ég kalla þá glæpamenn! Krýnda glæpamenn, sem með hyski sínu gera samblástur gegn guði og skipulagi náttúrunnar!« Hann lemur krepptum hnefa í dyra- stafinn og segir: »En stríðið sjálft er þó ekki það versta«. »Hvað er þá það versta, óskar?« »Þessi bannsetti friður, sem tekur við af því. Fólkið hélt, að þegar friðurinn kæmi, gæti það svæft sig sjálft og gleymt. Stórkostleg ginningarfífl hefur það verið. Að hugsa sér það. að nú sitja nokkur veslings gamalmenni umhverfis borð og vaða þar reyk og braska með æskuna og örlög hinna obornu; þeir gleyma algerlega hinu mikla tapi verð- mætra mannslífa vegna skaðabótaþrefs- ins; þeir jagast um jarðir og peninga, sem veslings móðirin, sem ennþá vaggar barni sínu, verður einn góðan veðurdag að gjalda vexti af með blóði sínu og tár- um. Þeir æsa þjóðirnar upp, hverja móti annari, og byrla þann hatursseið, sem forherðir og . eitrar sálir manna og kvenna um allan heim«. Mona, sem naumast heyrir orð hans, stendur ennþá og horfir á hann úrræða- laus. »Við gátum ekki gert að því, — gát- um við það, óskar?« Óskar nær aftur stjórn á sjálfum sér, og fullur iðrunar og samúðar grípur hann vinnuhrjúfar hendur hennar og ber þær að vörum sér. »Fyrirgefðu mér, Mona«. »Börðumst við þó ekki hraustlega gegn því ?« » Jú«. »En guð hafði gróðursett það í hjarta okkar, og þess vegna gátum við ekki staðið á móti þvk. »Nei«. »0g nú er eins og hann hirði ekki hið minnsta um okkur, — finnst þér það ekki ?« »Nei, hann virðist ekki hirða neitt um okkur«, segir óskar og svo gengur hann niðurlútur á brott. 14. KAPITULI. Það er laugardaginn fyrir páska. — Mona, sem um morguninn rennir augun- um út um svefnherbergisgluggann, sér ekkert annað en auðar, skuggalegar slétt- ur, þar sem timburskýlin höfðu áður ver- ið með öllum sínum íbúum. Fjögur vor og sumur liggja grafin í þessum sviðnu, svörtu völlum. Hvenær skyldu þeir grænka aftur ?« Það er aðeins þriðja deild, sem ennþá er búið í. Þar eru nokkrir Þjóðverjar eftir. óskar hefur sagt henni, að hann eigi að fara með síðasta hópnum, og burtfarartími hans nálgast miskunnar- laust. Gripahúsin eru tóm, búféð þarf ekki lengur umsjá hennar, og óeðlileg þögnin, sem yfir bænum hvílir, hefur lamandi á- hrif. Meðan hún þurfti að inna af hendi þriggja karlmenna verk, bilaði þróttur hennar aldrei, en nú, þegar hún þarf að- eins sjálfa sig að annast, er hún sífellt þreytt og uppgefin. (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.