Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 30
124 NÝJAR KVÖLDVÖKUR er ræktaður. Mælt er að hann sé aðal- fæða fátæklinga í ýmsum löndum Ame- ríku. Hann er notaður bæði í brauð og til grautargerðar, og hálfþroskaðar kylf- ur eru étnar sem grænmeti. Þá er áfengi gert úr maís, og sykur er unninn úr maísstönglum. Maískorniö er mjög auð- ugt af feiti, einkum kímið. Við geymslu kemst oft einskonar gerð í kímið, og skapast þá oft í því eiturefni, Pellagro- se'in, sem oft hefur valdið sjúkdómum og dauða meðal maísneytenda. Nú hafa fundizt ráð til að skilja sundur korn og kím, svo að sú hætta er úr sögunni. úr kíminu er unnin maísolía. Hulsturblöðin eru notuö til pappírsgerðar, er sígarettu- pappír einkum gerður úr þeim. Ýms fleiri not hafa menn af maísplöntunni, þótt eigi verði þau hér talin. f. Hrisgrjón (Oryza sativa). Hrísgrjónaplantan er puntgras, hún verður rúmur metri á hæð. Punturinn er með löngum, þéttstæðum greinum, er bera smáöxin, sem eru einblóma með litl- um axögnum og stórum, hvelfdum blóm- ögnum. Blómið er frábrugðið öðrum grasblómum í því að frjóblöðin eru 6, en venján er að þau séu 3. Hrísgrjónaplant- an aðfrævast ætíð líkt og rúgurinn. Hún er votlendisjurt og því ræktuð víða á þeim stöðum, þar sem engin önnur yrki- planta þrífst og lítt eru byggilegir sakir köldusóttar (malaria) og annara slíkra vágesta fenjasvæða heitu landanna. Hrísgrjónaræktin er ævagömul, ef til vill elzt allrar kornyrkju. Það er víst að fyrir 5000 árum voru hrísgrjónin svo mikilvæg korntegund í Kína, að á vorhá- tíðum þeim, er haldnar voru til dýrðar guðunum til árs og friðar, þá sáði keis- arinn sjálfur hrísgrjónum, en aðrir menn ótignari sáðu þeim korntegundum, er minna voru verðar. Á Indlandi er hrís- grjónarækt talin jafngömul og í Kína og sanskrítarnafnið Oryza hefur borizt það- an inn í öll menningarmál. Til Miðjarð- arhafslandanna berast hrísgrjónin fyrst eftir ferðir Alexanders mikla, en þó er það fyrst með landvinningum Araba vestur á bóginn, að vestrænu þjóðirnar fá veruleg kynni af þeim. Allt bendir til þess að uppruni hrísgrjónanna sé í Suð- ustur-Asíu. Þar vex einnig villt hrís- grjónategund. Þess er þegar getið, aö hrísgrjóna- plantan sé votlendisjurt. Hún þrífst ekki nema þar, sem bæði er heitt og rakt. Heimalönd hennar eru hin heitu mon- súnalönd, þar sem hlýir og rakir hafvind- ar blása allt sumarið. Ræktarsvæði hrís- grjónanna er því aðeins hitabeltið og hin hlýjustu og rökustu lönd tempruöu belt- anna. Þar sem úrkoman er ekki nægileg, eða landið ekki nógu mýrlent verður að nota áveitur. Standa þá akrarnir undir vatni mestan hluta vaxtartímans, og er fyrst hleypt af nokkru áður en uppsker- an hefst. Við ræktun hrísgrjóna er í ýms- um löndum einkum Asíu notuð önnur að- ferð en venja er með hinar korntegund- irnar. Fyrst er korninu sáð þétt, og það látið vaxa þannig um skeið, en síðan er þáb tekið upp og plantað út í smáskúfum, 3—5 plöntur í stað og alllangt bil á milli skúfanna. Þegar upp er skorið fer það sumstaðar, t. d. á Java, fram með þeim hætti, að hvert ax er skorið af með litl- um hníf, en stráið síðan slegið, þegar öll öxin eru skorin af. Annars eru ræktun- araöferðirnar mjög ólíkar í gamla og nýja heiminum. i Asíu eru eingöngu að heita má notaðar ævagamlar aðferðir, þar sem mannshöndin vinnur hvert hand- tak, sem gera þarf. Þar er ræktunin rek- in eftir hinum gömlu forskriftum og engra breytinga að vænta, nema þar sem Evrópumenn hafa komið til sögunnar. Aftur á móti hefur vélamenningin og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.