Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 33
BÓKMENNTIR 127 ári, og er nú komiö fram í mitt þriðja bindi, eða til ársins 1867. Mun tilætlun útgefandans að láta staðar nema þegar þriðja bindinu lýkur um 1874. Að vísu væri langæskilegast, að fá Annálinn í þessu formi yfir alla öldina, en hvort- tveggja er, að höf. mun tæplega hafa gengið til fulls frá honum til aldamóta, enda gerast allar heimildir gleggri og greiðari aðgöngu eftir því sem líður á öldina og prentuðum heimildum fjölgar. Er þetta þegar orðið mikið rit, um 80 arkir og eitt hið ítarlegasta í sinni röð af öllum annálum, sem teknir hafa verið saman, svo sem sjá má af samanburði við eldri annála, sem Bókmenntafélagið er nú að gefa út, enda liggja yfirleitt gleggri og áreiðanlegri heimildir til grundvallar, en áður var unnt að öðlast. Efnisskifting er öll gleggri og skilmerki- legri en áður hefur tíðkast. í stað þess að hræra atburðunum öllum saman í einn graut og segja slitringslega frá hverju einu, er í þessum annál viðhöfð ákveðin niðurskipun efnisins á hverju ári; fyrst sagt frá árferði almennt, því næst skýrt frá láti ýmsra embættismanna eða annara merkra og nafnkunnra manna og rakin saga þeirra eftir því sem föng eru á í stuttu máli; því næst kemur kafli um slysfarir og skaða, næst skrá yfir þá, sem útskrifazt hafa úr skólum, þá um skipun embætta og lausn, um prestaköll veitt og önnur embætti og loks ýms tíðindi. Fer mjög fjarri því, að hér sé einung- is um þurran fræðatíning að ræða. Hér eru raktar allvel æfisögur fjöldamargra manna og sagt skemmtilega frá mönn- um og viðburðum. Er því enginn vafi á því, að jafnframt því sem rit þetta er mjog kærkomið öllum fræðimönnum, get- ur alþjóð manna, sem ann sögulegum fróðleik, haft óblandna ánægju af að blaða í annálnum, og það því fremur, sem atburðirnir gerast ekki lengra frá nútímanum en svo, að margir, sem nú eru uppi, hafa meir eða minna nákvæm- ar sagnir af ýmsu því, sem þar er skýrt frá. Fyrir fræðimenn liggur gildi annáls- ins í því, að hér er safnað saman á einn stað, úr fjöldamörgum heimildum, prent- uðum og óprentuðum, flestum þeim at- burðum, sem máli skipta eða geta orðið til upplýsingar um sögu og ástand þjóð- arinnar á hverju ári hinnar undanfar- andi aldar. Getur Annállinn á þann hátt orðið einskonar handbók í sögu 19. ald- arinnar, sem sparar mönnum langa og erfiða leit að hverju einu í blöðum eða tímaritum, sem oft getur verið miklum vandkvæðum bundið að ná í. Að vísu má gera ráð fyrir að efnið sé ekki gertæmt og að einhverjar smávægilegar missagnir kunni að hafa slæðzt inn í, þar sem höf. getur naumast hafa haft aðgang að ör- uggustum heimildum. En hér verður eigi rúm að grafast eftir slíku, enda ætla ég að það sé vonum minna, sem höfundi hefur sézt yfir af markverðum atburð- um. Hitt hlýtur að vekja aödáun, hversu vel þessum iðjusama fræðimanni, séra Pétri Guðmundssyni, hefur tekizt að viða til þessa rits á hinum síðustu árum æfi sinnar, afskekktur og þar sem hann hafði ekki aðgang að nauðsynlegum söfn- um. Sýnir það bæði mikla elju og fræði- legan áhuga og hæfileika langt fram úr meðallagi. Á íslenzk sagnvísi höfundinum þakkir að gjalda og engu síður útgefandanum, sem þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hefur brotizt í að gefa þetta mikla rit út og leitazt við að gera útgáfuna sem bezt úr garði með nákvæmum efnis- og nafn- skrám. Maurice Maeterlinck: Býflugur. Þýtt hefur Bogi Ólafsson. Rvík. '34 Ég get ekki stillt mig um að minnast aðeins á þessa ágætu bók hins heims-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.